Viðurkenning Hagþenkis
Viðurkenning Hagþenkis var veitt þann 1. mars í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfnmiðvikudaginn en hana hlaut fræðimaðurinn Viðar Hreinsson fyrir bókina, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar sem Lesstofan gefur út. Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins sagði um ritið: Með nærfærnum hætti er fjallað um ævintýralegt lífshlaup manns á mörkum forneskju og nútímafræða í samhengi við evrópska vísindasögu. Viðurkenningin felst […]
Aðalfundur RSÍ
Aðalfundur RSÍ verður haldinn 27. apríl 2017. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs er til 23. mars nk. Kjósa þarf tvo meðstjórnendur og einn varamann, skv. 5. grein laga Rithöfundasambands Íslands. Skrifleg framboð til stjórnarkjörs berist skrifstofu RSÍ eigi síðar en kl. 14.00 fimmtudaginn 23. mars n.k.
Jæja frá formanni
Jæja, kæru félagar! Hér í Gunnarshúsi er alla daga unnið að því að styrkja stoðir ritlistarinnar. Samningavinna er hafin á milli RÚV og RSÍ, en í samninganefnd RSÍ eru Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, Sindri Freysson og Ottó Geir Borg. Gamlir samningar eru teknir upp og unnið að því að lenda nýjum og nothæfum samningum […]
Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017
Tveir íslenskir rithöfundar eru tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017, þau Linda Vilhjálmsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Linda er tilnefnd fyrir ljóðabókina Frelsi og Guðmundur Andri fyrir Og svo tjöllum við okkur í rallið: Bókin um Thor. Alls eru tólf verk tilnefnd til verðlaunanna í ár. Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verður tilkynntur og verðlaunin afhent þann 1. […]
Látinn félagi
Þórhallur Þórhallsson skáld fæddist 9. september 1946. Hann lést 2. febrúar s.l. Þórhallur vann m.a sem aðalbókari skrifstofu Seltjarnarneshrepps, skrifstofustjóri Arkitektafélags Íslands og bókavörður á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Þórhallur gaf út ljóðabækurnar Fyrvera (ásam öðrum) 1982, Vetrarkvíða 1984 og Feigðarleik 2010. Einnig birti hann ljóð í ýmsum blöðum og tímaritum. Rithöfundasamband Íslands þakkar Þórhalli samfylgdina og […]
Kjarvalsstofa í París
Kjarvalsstofa í París er stúdíóíbúð – vinnuaðstaða, sem ætluð er til dvalar fyrir listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands. Kjarvalsstofa er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur stofuna […]
Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2017
Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hannesarholti kl. 16 í dag, miðvikudaginn 15. febrúar 2017. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson veitti verðlaunin. Hallgrímur hlaut verðlaunin fyrir þýðingu sína á leikritinu Óþelló eftir William Shakespeare. Umsögn dómnefndar um þýðinguna var þessi: Í annað sinn fetar Hallgrímur Helgason í fótspor þeirra Matthíasar Jochumssonar og […]
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017
Auður Ava Ólafsdóttir, Hildur Knútsdóttir og Ragnar Axelsson hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bækurnar Ör (í flokki fagurbókmennta), Vetrarhörkur (í flokki barna- og ungmennabóka) og Andlit norðursins (í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis). Forseti Íslands afhenti verðlaunin á Bessastöðum í gærkvöldi. Systir Hildar tók við verðlaununum fyrir hennar hönd. Við óskum höfundunum innilega til hamingju.
Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis
Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2016 voru kynntar í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnið 2. feb. kl. 16:30 í Borgarbókasafni, Grófarhúsi, Tryggvagötu en Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna tíu bækur er til greina […]
Dagar ljóðsins
100 ár voru liðin frá fæðingu Jóns úr Vör 21. janúar 2017 og hófst þá ljóðahátíðin Dagar ljóðsins í Kópavogi. Dagar ljóðsins Dagar ljóðsins standa í rúma viku og fjölmargir viðburðir fyrir alla fjölskylduna verða á hátíðinni. Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á tvær fjölskyldustundir laugardaginn 21. janúar, ljóðatónleikana Ég sá sauð í Salnum og […]