Sviðslistir í brennidepli – kafað í fræðin

Málþing um sviðslistir verður haldið þriðjudaginn 14. mars kl. 20.00 í Gunnarhúsi, Dyngjuvegi 8. Nýútkomnar eru þrjár bækur sem fjalla um íslenska leiklist frá afar ólíkum sjónarhólum. Höfundarnir þrír segja frá verkum sínum og að því loknu mun Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins spyrja þá út úr og stjórna umræðum. Athugið að kvöldið er hið fyrra af […]

Kjarakönnun meðal félagsmanna

Kjarakönnun hefur verið send á alla félagsmenn RSÍ og biðjum við ykkur vinsamlegast um að svara henni ef þið hafið tök á og teljið hana eiga við ykkur. Skrifstofa RSÍ hefur nýlega komið sér upp búnaði til að framkvæma kannanir af þessu tagi og við sjáum fram á að geta safnað í sarpinn tölulegum upplýsingum og […]

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Fimmtán barna- og unglingabækur voru í gærtilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Tilkynnt var um tilnefndar bækur við hátíðlega athöfn í Gerðubergi þar sem nú stendur yfir sýningin; Þetta vilja börnin sjá, myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2016. Tilnefnt var í þremur flokkum, fimm bækur í hverjum; fyrir bestu frumsömdu bókina, best myndskreyttu […]

Viðurkenning Hagþenkis

Viðurkenning Hagþenkis var veitt þann 1. mars í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfnmiðvikudaginn en hana hlaut fræðimaðurinn Viðar Hreinsson fyrir bókina, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar sem Lesstofan gefur út. Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins sagði um ritið: Með nærfærnum hætti er fjallað um ævintýralegt lífshlaup manns á mörkum forneskju og nútímafræða í samhengi við evrópska vísindasögu. Viðurkenningin felst […]

Aðalfundur RSÍ

Aðalfundur RSÍ verður haldinn 27. apríl 2017. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs er til 23. mars nk. Kjósa þarf tvo meðstjórnendur og einn varamann, skv. 5. grein laga Rithöfundasambands Íslands. Skrifleg framboð til stjórnarkjörs berist skrifstofu RSÍ eigi síðar en kl. 14.00 fimmtudaginn 23. mars n.k.

Jæja frá formanni

Jæja, kæru félagar! Hér í Gunnarshúsi er alla daga unnið að því að styrkja stoðir ritlistarinnar.  Samningavinna er hafin á milli RÚV og RSÍ, en í samninganefnd RSÍ eru Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður RSÍ, Sindri Freysson og Ottó Geir Borg. Gamlir samningar eru teknir upp og unnið að því að lenda nýjum og nothæfum samningum […]

Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017

Tveir íslenskir rithöfundar eru tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017, þau Linda Vilhjálmsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Linda er tilnefnd fyrir ljóðabókina Frelsi og Guðmundur Andri fyrir Og svo tjöllum við okkur í rallið: Bókin um Thor. Alls eru tólf verk tilnefnd til verðlaunanna í ár. Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verður tilkynntur og verðlaunin afhent þann 1. […]

Látinn félagi

Þórhallur Þórhallsson skáld fæddist 9. september 1946. Hann lést 2. febrúar s.l. Þórhallur vann m.a sem aðalbókari skrifstofu Seltjarnarneshrepps, skrifstofustjóri Arkitektafélags Íslands og bókavörður á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Þórhallur gaf út ljóðabækurnar Fyrvera (ásam öðrum) 1982, Vetrarkvíða 1984 og  Feigðarleik 2010. Einnig birti hann ljóð í ýmsum blöðum og tímaritum. Rithöfundasamband Íslands þakkar Þórhalli samfylgdina og […]

Kjarvalsstofa í París

Kjarvalsstofa í París er stúdíóíbúð – vinnuaðstaða, sem ætluð er til dvalar fyrir listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands. Kjarvalsstofa er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur stofuna […]

Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2017

Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hannesarholti kl. 16 í dag, miðvikudaginn 15. febrúar 2017. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson veitti verðlaunin. Hallgrímur hlaut verðlaunin fyrir þýðingu sína á leikritinu Óþelló eftir William Shakespeare. Umsögn dómnefndar um þýðinguna var þessi: Í annað sinn fetar Hallgrímur Helgason í fótspor þeirra Matthíasar Jochumssonar og […]