Search
Close this search box.

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

ar-170309861

Fimmtán barna- og unglingabækur voru í gærtilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Tilkynnt var um tilnefndar bækur við hátíðlega athöfn í Gerðubergi þar sem nú stendur yfir sýningin; Þetta vilja börnin sjá, myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2016.

Tilnefnt var í þremur flokkum, fimm bækur í hverjum; fyrir bestu frumsömdu bókina, best myndskreyttu barnabókina og bestu þýðingu á barnabók sem gefin var út á árinu 2016.

Besta myndskreytta barnabókin á árinu 2016;

Hafsteinn Hafsteinsson fyrir Enginn sá hundinn – útg. Mál og menning

Linda Ólafsdóttir fyrir Íslandsbók barnanna – útg. Iðunn

María Sif Daníelsdóttir fyrir Vísnagull – útg. Tónagull

Lína Rut Wilberg fyrir Þegar næsta sól kemur – útg. NB forlag

Halla Sólveig Þorgeirsdóttir fyrir Ævintýrið af Sölva og Oddi konungi – útg. Töfrahurð

Besta þýðing á barna- og unglingabók á árinu 2016;

Harpa Magnadóttir fyrir þýðingu sína á bókinni 172 tímar á tunglinu eftir norska rithöfundinn Johan Harstad – útg. Björt (Bókabeitan).

Ingibjörg Hjartardóttir, fyrir þýðingu sína á bókinni Annað land eftir sænska rithöfundinn Håkan Lindquist – útg. Salka

Lemme Linda Saukas Olafsdóttir fyrir þýðingu sína á Einhver Ekkineinsdóttir eftir eistnesku skáldkonuna Kåtlin Kaldmaa – útg. Bókstafur

Halla Sverrisdóttir fyrir þýðingu sína á bókinni Innan múranna eftir bandarísku skáldkonuna Nova Ren Suma – útg. Björt (Bókabeitan)

Guðni Kolbeinsson fyrir þýðingu sína á Norn eftir dansk/sænska tvíeykið Kim Fupz Aakeson og Rasmus Bregnhöi – útg. Mál og menning

Besta frumsamda barna- og unglingabókin á árinu 2016;

Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir fyrir Dodda – Bók sannleikans!– útg. Bókabeitan

Margrét Tryggvadóttir fyrir Íslandsbók barnanna – útg. Iðunn

Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir fyrir Ormhildarsögu – útg. Salka

Ragnheiður Eyjólfsdóttir fyrir Skuggasögu II -: Undirheima – útg. Mál og menning

Hildur Knútsdóttir fyrir Vetrarhörkur – útg. JPV

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email