Hvers er sæmdin? – málþing
Málþing um höfundarétt og siðferði í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands, miðvikudaginn 5. október kl. 15:00 – 16:30 Lífleg umræða hefur skapast að undanförnu um höfundarétt, brot á honum og gráu svæðin sem höfundalög ná ekki yfir. Þegar rannsóknir, hugmyndir eða útfærsla þeirra verða kveikja eða innblástur að nýju verki, eða þegar verk verður til á grundvelli […]
Dvalarsetur í La Rochelle 2023 fyrir spennusagnahöfund
Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) og Centre Intermondes de la Rochelle og la Maison des écritures de la Rochelle í samstarfi við Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavik auglýsa eftir umsóknum um dvöl í dvalarsetrinu Centre Intermondes í einn mánuð í maí 2023. Umsóknir skulu vera á ensku. LESA MEIRA
Hrafn Jökulsson látinn
Hrafn Jökulsson ljóðskáld, rithöfundur og skákfrömuður er látinn, 57 ára að aldri. Hrafn fæddist árið 1965 og starfaði meðal annars sem blaðamaður og ritstjóri, gaf út ljóðabækur skrifaði skáldsögur og ævisögu. Hrafn var mikill skákmaður og stofnaði árið 1998 Skákfélagið Hrókinn sem stóð fyrir fjölda alþjóðlegra stórmóta hér á landi ásamt því af því að […]
Ragnar Arnalds látinn
Ragnar Arnalds, leikskáld, rithöfundur og fyrrverandi ráðherra, er látinn. Ragnar fæddist í Reykjavík 8. júlí 1938. Ragnar lauk stúdentsprófi frá MR árið 1958. Hann stundaði nám í bókmenntum og heimspeki við sænska háskóla 1959-1961 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1968. Framan af starfsævinni vann hann sem kennari og síðar sem stjórnmálamaður. Ragnar var þingmaður […]
Ferðastyrkir félagsmanna – opið fyrir umsóknir
Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Hægt er að sækja um fyrir ferðum sem þegar hafa verið farnar ef sótt er […]
Fræðslufundur um umsóknir í launasjóð
Þriðjudagskvöldið 20. september kl. 19.30 verður fræðslufundur um umsóknir í launasjóð rithöfunda í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8. Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt í íslensku við Háskólann á Akureyri, sem sat í úthlutunarnefnd starfslauna rithöfunda 2020 – 2022 fer yfir eyðublaðið, gerir grein fyrir vægi atriða og svarar fyrirspurnum.
Anton Helgi Jónsson hlýtur Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur
Verðlaunin voru afhent í dagskrá sem fram fór á vegum stjórnar Minningarsjóðs Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur í Reykholtskirkju 28. ágúst 2022. Nýjasta ljóðabók Antons Helga, Þykjustuleikarnir kom út s.l. vor hjá Máli og menningu þar sem flestar ljóðabóka hans hafa verið gefnar út. Als eru ljóðabækur skáldsins orðnar tíu að tölu frá því hann […]
Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness 2022?
Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov kemur til Íslands til þess að veita Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness viðtöku þann 7. september næstkomandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhendir verðlaunin sem nú verða veitt í þriðja sinn. Fyrri verðlaunahafar eru rithöfundarnir Ian McEwan og Elif Shafak. Andrej Kúrkov sló í gegn með bókinni Dauðinn og mörgæsin sem gerði hann að […]
Starfslaun listamanna 2023
Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2023 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009 . Opið er fyrir umsóknir til 3. október 2022 kl. 15:00. Samkvæmt lögum um listamannalaun eru til úthlutunar 555 mánaðarlaun (46 árslaun) út launasjóði rithöfunda. Í umsóknum er óskað eftir: lýsingu á vinnu og listrænu gildi verkefna (50% vægi) ferli umsækjenda […]
Eiríkur Guðmundsson látinn
Eiríkur Guðmundsson rithöfundur og útvarpsmaður er látinn, 52 ára að aldri. Eiríkur fæddist hinn 28. september árið 1969 í Bolungarvík. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum 1995 frá Háskóla Íslands. Eiríkur starfaði lengst af við dagskrárgerð á […]