Search
Close this search box.

Hrafn Jökulsson látinn

Hrafn Jökulsson

Hrafn Jökulsson ljóðskáld, rithöfundur og skákfrömuður er látinn, 57 ára að aldri.

Hrafn fæddist árið 1965 og starfaði meðal annars sem blaðamaður og ritstjóri, gaf út ljóðabækur skrifaði skáldsögur og ævisögu. Hrafn var mikill skákmaður og stofnaði árið 1998 Skákfélagið Hrókinn sem stóð fyrir fjölda alþjóðlegra stórmóta hér á landi ásamt því af því að kynna skák fyrir börnum á Íslandi og Grænlandi.

Hrafn starfaði einnig sem blaðamaður en hann hóf blaðamannaferil sinn á Tímanum aðeins fimmtán ára gamall og gegndi um skeið stöðu ritstjóra Alþýðublaðsins og Mannlífs. Hann var einnig varaþingmaður Alþýðuflokksins og tók sæti á þingi árið 1995.

Hrafn sendi frá sér frumraun sína, ljóðabókina Síðustu ljóð, 1988, og á næstu árum sendi hann frá sér sagnfræðirit og ljóðabækurnar Húsinu fylgdu tveir kettir (1991) og Þegar hendur okkar snertast (1993). Árið 2007 kom út eftir hann sjálfsævisagan Þar sem vegurinn endar og 2010 ljósmyndabókin Við ysta haf: mannlíf og náttúra í Árneshreppi á Ströndum.

Rithöfundasamband Íslands vottar fjölskyldu og aðstandendum Hrafns samúð.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email