Search
Close this search box.

Natasha S. hlýtur Bók­mennta­verðlaun Tóm­as­ar Guðmunds­son­ar 

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri veitti Bók­mennta­verðlaun Tóm­as­ar Guðmunds­son­ar mánu­dag­inn 17. októ­ber 2022 við hátíðlega at­höfn í Höfða. Natasha S. hlýt­ur verðlaun­in fyr­ir hand­ri að bókinni Mál­taka á stríðstím­um. Una út­gáfu­hús gef­ur út.

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri sagði við at­höfn­ina í Höfða að Natasha væri vel að verðlaun­un­um kom­in. „Það er ánægju­legt að ljóðskáld af er­lend­um upp­runa sé að hljóta verðlaun­in í fyrsta sinn. Í ljóðum sín­um seg­ir Natasha S. á áhrifa­mik­inn hátt frá­sögn mann­eskju sem fylg­ist úr fjar­lægð með stríðsrekstri í heimalandi sínu Rússlandi gegn ná­granna­rík­inu Úkraínu. Átak­an­leg frá­sögn sem um leið dreg­ur fram slá­andi and­stæður“.

Natasha S. flutti til Íslands frá Rússlandi árið 2012. Hún er menntuð í blaðamennsku og hef­ur skrifað grein­ar í lausa­mennsku um nýja heima­land sitt . Árið 2016 út­skrifaðist hún frá Há­skóla Íslands með BA-gráðu í ís­lensku sem annað mál og með sænsku sem auka­grein. Natasha S. hef­ur þýtt ís­lensk skáld­verk á rúss­nesku, nú síðast Kviku eft­ir Þóru Hjör­leifs­dótt­ur. Hún rit­stýrði safn­riti ljóða skálda af er­lend­um upp­runa, sem nefn­ist Pó­lífón­ía af er­lend­um upp­runa, og var auk þess einn höf­unda þess. Þá er hún ann­ar tveggja rit­stjóra að grein­arsafni sem Bók­mennta­borg­in í Reykja­vík gef­ur út á næsta ári. Mál­taka á stríðstím­um er fyrsta ljóðabók Natös­hu S.

Í dóm­nefnd sátu: Guðrún Sól­ey Gests­dótt­ir (formaður), Hauk­ur Ingvars­son og Eyþór Árna­son

Um­sögn dóm­nefnd­ar:

„Mál­taka á stríðstím­um er áhrifa­mikið verk, brýnt og ein­stakt í sinni röð. Það er frá­sögn mann­eskju sem fylg­ist með stríði í heimalandi sínu úr fjar­lægð. Henn­ar eig­in þjóð – Rúss­ar – her­væðist og ræðst inn í Úkraínu. Andstaða höf­und­ar við stríðsrekst­ur­inn vek­ur marg­slungn­ar til­finn­ing­ar og spurn­ing­ar sem glímt er við í bók­inni. Þrátt fyr­ir átak­an­leg efnis­tök ein­kenn­ist fram­setn­ing af lip­urð og djúp­hygli. Skír­skot­an­ir í ís­lensk­an raun­veru­leika færa at­b­urði stríðs í nýtt sam­hengi og draga fram slá­andi and­stæður. Mann­skiln­ing­ur höf­und­ar nær þvert yfir þjóðerni, bú­setu, reynslu og bak­grunn. Þá er verkið djúp­p­er­sónu­legt þrátt fyr­ir að inn­tak þess séu um­fangs­mikl­ar hörm­ung­ar á alþjóðavísu enda er ástar­sögu, minn­ing­um og end­ur­liti fléttað sam­an við af list­fengi.

Verkið hafði sér­stöðu í stór­um hópi sterkra inn­sendra hand­rita. Efnis­tök, sjón­ar­horn og mál­beit­ing sæta raun­ar tíðind­um í ís­lensk­um bók­mennt­um al­mennt. Verkið fær­ir les­anda nær inn­rás­inni í Úkraínu á ann­an hátt en frétt­ir af sprengj­um og mann­falli enda teng­ist höf­und­ur at­b­urðum stríðsins sér­stök­um bönd­um. Sú ná­lægð hreyf­ir við og snert­ir. Text­inn er ákaf­ur og áhrifa­mik­ill og tónn­inn sam­rým­ist aðkallandi neyð stríðsins, ófilterað tungu­mál miðlar greiðlega sárs­auka höf­und­ar. Ljóð bók­ar­inn­ar eru full af rödd­um sem ryðja sér leið inn í vit­und ljóðmæl­anda. Hér bland­ast sam­an frétt­ir, hvers­dags­leg­ar áhyggj­ur í skugga stríðs og djúp­ur ótti við allt sem vof­ir yfir. Smám sam­an verður það sem virt­ist óhugs­andi – stríðið – að sí­bylju og áskor­un höf­und­ar verður að greina kjarna frá hismi, al­vöru harm frá hvers­dags­legri dep­urð.“

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email