Search
Close this search box.

Ragnar Arnalds látinn

Ragnar Arnalds

Ragn­ar Arn­alds, leikskáld, rithöfundur og fyrr­ver­andi ráðherra, er lát­inn. Ragn­ar fædd­ist í Reykja­vík 8. júlí 1938.

Ragnar lauk stúd­ents­prófi frá MR árið 1958. Hann stundaði nám í bók­mennt­um og heim­speki við sænska há­skóla 1959-1961 og lauk lög­fræðiprófi frá Há­skóla Íslands 1968. Framan af starfsævinni vann hann sem kennari og síðar sem stjórnmálamaður. Ragn­ar var þingmaður fyr­ir Alþýðubanda­lagið, mennta­mála- og sam­gönguráðherra 1978-1979 og fjár­málaráðherra 1980-1983. Þá var hann fyrsti vara­for­seti Alþing­is 1995-1999.

Meðal ritverka sem eftir Ragnar liggja eru leik­ritin Upp­reisn á Ísaf­irði sem Þjóðleik­húsið sýndi 1986 og Sveitasin­fón­ía sem Leik­fé­lag Reykja­vík­ur setti upp 1988. Þá sendi hann frá sér skáld­sög­urn­ar Eld­hug­inn – sag­an um Jör­und, 2005, Drottn­ing rís upp frá dauðum, 2010, og Keis­ara­kokteil­inn árið 2018. Hann skrifaði tvær ævim­inn­inga­bæk­ur, Æsku­brek á atómöld og Gandreið á geimöld sem komu út árin 2017 og 2018. Ragnar var félagsmaður í RSÍ frá 1989.

Rithöfundasamband Íslands vottar aðstandendum Ragnars samúð.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email