Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar

Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar voru afhent í 10. skiptið þann 26. ágúst. Hlaut Steinunn Siguðardóttir verðlaunin fyrir bók sína „Af ljóði ertu komin.“ Auk ljóðaverðlaunanna voru afhent við sama tilefni Borgfisku Menningarverðlaunin, og komu þau í hlut þjóðlagasveitarinnar Slitinna strengja. Verðlaunin eru afhent úr Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda og konu hans Ingibjargar Siguðardóttur. Yfirlýst […]
Bókmenntahátíð í Reykjavík 2017

Dagskrá Bókmenntahátíðar 2017 liggur nú fyrir og má skoða hér. Bókmenntahátíð í Reykjavík fer fram í þrettánda skipti dagana 6.-9. september. Dagskrá hennar er metnaðarfull og spennandi, en von er á 17 virtum og vinsælum erlendum höfundum, auk þess sem margir helstu höfundar Íslands taka þátt. Meðal erlendu gestanna er hin kóreska Han Kang sem […]
Tilnefningar til Ísnálarinnar 2017

Nú liggja fyrir tilnefningar til Ísnálarinnar 2017, en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Í ár eru tilnefnd þessi verk: Speglabókin (The Book of Mirrors) eftir E.O. Chirovici í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Hrafnamyrkur (Raven Black) eftir Ann Cleeves í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur. […]
Listamannalaun 2018

Auglýst eru til umsóknar starfslaun úr launasjóði rithöfunda sem úthlutað verður árið 2018 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsókn um starfslaun, lög og reglugerðir eru á vefslóðinni www.listamannalaun.is. Nota þarf íslykil / rafræn skilríki við umsóknina. Umsóknarfrestur rennur út 2. október 2017 kl. 16:00. Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar […]
Ekki semja af ykkur!

Rithöfundasambandið minnir á gildandi samninga félagsins. Við viljum brýna fyrir höfundum að vísa í og nota þá samninga sem RSÍ hefur gert við viðsemjendur og eru aðgengilegir á vefsíðu okkar. Ef um annars konar samninga er að ræða er mikilvægt að félagsmenn sæki aðstoð til skrifstofu RSÍ og þiggi þá ráðgjöf sem þar er í […]
Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar skálds og Ingibjargar Sigurðardóttur, Kirkjubóli

Laugardaginn 26. ágúst verður verðlaunaafhending úr Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar, skálds og Ingibjargar Sigurðardóttur konu hans frá Kirkjubóli. Að sjóðnum standa: Erfingjar og afkomendur Guðmundar og Ingibjargar, Búnaðarsamband Vesturlands, Rithöfundasamband Íslands, Samband borgfirskra kvenna og Ungmennasamband Borgarfjarðar. Þetta er í 10. sinn sem veitt eru verðlaun úr sjóðnum, annars vegar ljóðaverðlaun og hins vegar menningarverðlaun og […]
Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Rithöfundasambandsins verður lokuð í fjórar vikur vegna sumarleyfa starfsmanna f.o.m. 14 júlí nk. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 14. ágúst.
Jæja frá formanni

Jæja, kæru félagar. Það hefur sitthvað gleðilegt gerst og allt hefur tilhneigingu til að fara á besta veg, eins og segir í bókum. Við Ragnheiður, framkvæmdastjóri, hittum kollegana í NFOR, Norræna þýðenda- og höfundaráðinu, á dögunum. Fyrirferðarmest var umræðan um hljóðbækur og höfundarétt. Talsmaður Storytel hélt erindi um starfssemi þessarar ört vaxandi hljóðbókaútgáfu: https://www.storytel.com/ Í […]
Arnaldur Indriðason fékk Blóðdropann árið 2017

Blóðdropinn, íslensku glæpasagnaverðlaunin, var afhentur í 11. sinn 22. júní sl. en Arnaldur Indriðason hlaut verðlaunin fyrir bókina Petsamo (2016). Að sögn Guðrúnar Ögmundsdóttur fulltrúa dómnefndar fellur hún í flokk með allra bestu íslenskum glæpasögum. Petsamo fer sem framlag Íslands í keppnina um bestu norrænu glæpasöguna, Glerlykilinn, en þau verðlaun hefur Arnaldur unnið tvisvar sinnum […]
Guðrún Helgadóttir borgarlistamaður

Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur þann 17. júní sl. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Guðrún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 og hefur upp frá því verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur […]