Search
Close this search box.

Tilnefningar til Ísnálarinnar 2017

Nú liggja fyrir tilnefningar til Ísnálarinnar 2017, en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Í ár eru tilnefnd þessi verk:

Speglabókin (The Book of Mirrors) eftir E.O. Chirovici í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur.

Hrafnamyrkur (Raven Black) eftir Ann Cleeves í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur.

Hjónin við hliðina (The Couple Next Door) eftir Shari Lapena í þýðingu Ingunnar Snædal.

13 tímar (13 uur) eftir Deon Meyer í þýðingu Þórdísar Bachmann.

Löggan (Politi) eftir Jo Nesbø í þýðingu Bjarni Gunnarssonar.

Tilkynnt verður um vinningshafa í nóvember, en þetta er fjórða árið sem verðlaunin verða veitt, en áður hafa hlotið verðlaunin Joël Dicker og Friðrik Rafnsson, Jo Nesbø og Bjarni Gunnarsson og Marion Pauw og Ragna Sigurðardóttir.

Að verðlaununum standa Iceland Noir glæpasagnahátíðin, Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka. Dómnefnd skipuðu Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Jóhann R. Kristjánsson og Ragnar Jónasson.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email