Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Þýðingarmikið kvöld

Fimmtudagskvöldið 7. desember kl. 20.00 er blásið til þýðingakvölds í Gunnarshúsi. Þar verður lesið úr eftirtöldum bókum: PNÍN eftir Vladimar Nabokov og HNOTSKURN eftir Ian McEwan (þýð. Árni Óskarsson), ORLANDÓ (þýð. Soffía Auður Birgisdóttir), SMÁSÖGUR HEIMSINS (ritstj. Kristín Guðrún Jónsdóttir, margir þýðendur), VELKOMINN TIL AMERÍKU eftir Lindu Boström Knausgård og ALLT SEM ÉG EKKI MAN […]

JólaGestir* Ragga og Dassa 2017

Einstök kvöldstund þar sem skemmtikraftarnir Dagur Hjartarson og Ragnar Helgi Ólafsson axla ábyrgð á bókum sínum, Heilaskurðaðgerðinni og Handbók um minni og gleymsku. Bækurnar verða til sölu. Hverju seldu eintaki fylgir bolli af prestakaffi. Félagarnir munu líka líta um öxl og fara yfir farsælan feril, segja skemmtisögur úr bransanum sem margar hverjar hafa ekki heyrst […]

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Föstudaginn 1. desember kl. 17:00 var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum, um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017. Formenn dómnefndanna þriggja sem valið hafa tilnefningarnar, munu svo koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Max Frisch/Jón Bjarni Atlason og Robert Walser/Níels Rúnar Gíslason

Fimmmtudagskvöldið 30. nóvember kl. 20 verður boðið upp á kynningu á tveimur glænýjum þýðingum fagurbókmennta. Þýðendurnir Jón Bjarni Atlason og Níels Rúnar Gíslason lesa úr þýðingum sínum á skáldsögum eftir svissnesku höfundana Max Frisch og Robert Walser. Ritstjórar þeirra, Ástráður Eysteinsson, prófessor, og Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, verða einnig með þeim í spjalli um bækurnar og höfundana, […]

Tilnefningar til Þýðingaverðlauna 2017

Tilnefningar til Þýðingaverðlauna 2017 voru tilkynntar föstudaginn 24. nóvember. Eftirtalin fimm verk eru tilnefnd: Walden eftir Henry David Thoreau í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur. Dimma gefur út. Veisla í greninu eftir Juan Pablo Villalobos í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Angústúra gefur út. Sorgin í fyrstu persónu eftir Ko Un í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Dimma gefur út. Doktor Proktor eftir Jo Nesbö í […]

Jæja frá formanni

Jæja, kæru félagar. Gunnarshús iðar af lífi. Höfundar halda hér útgáfuteiti og standa fyrir eigin uppákomum. Þannig er félagsheimilið í fullri notkun. Við höfum líka tekið upp þá nýbreytni að halda stutta og snarpa fundi í hádeginu um mál sem brenna á fólki. Við héldum tvo upplýsandi hádegisfundi um hljóðbækur á haustdögum og nýverið komum […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Borgþór Kjærnested og Þorgrímur Gestsson

  Miðvikudaginn 22. nóvember munu Borgþór Kjærnested og Þorgrímur Gestsson ræða nýjar bækur sína í Gunnarshúsi. Borgþór Kjærnested sendir nú frá sér Milli steins og sleggju – saga Finnlands og Þorgrímur Gestsson sendir frá sér bókina Færeyjar út úr þokunni. Íslendingar hafa löngum dáðst að herfengi og þrautseigju Finna við að verja frelsi sitt og […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Ármann Jakobsson og Oddný Eir Ævarsdóttir

Fimmtudaginn 16. nóvember munu Oddný Eir Ævarsdóttir og Ármann Jakobsson ræða nýjar bækur sínar í Gunnarshúsi. Ármann Jakobsson sendir nú frá sér skáldsöguna Brotamynd. Oddný Eir Ævarsdóttir sendir frá sér skáldsöguna Undirferli. Lára Magnúsardóttir stjórnar umræðum og spyr höfundana spjörum úr. En þau Ármann og Oddný munu einnig lesa upp úr bókum sínum og ræða […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – FÍSL á föstudagskvöldi

FÍSL, félag íslenskra skálda í Lillehammer, heldur upplestrarkvöld föstudag 10. nóvember kl. 20.00. Stofnfélagar FÍSLar, þeir Stefán Snævarr og Sveinbjörn I. Baldvinsson, auk heiðursfélagans Bubba Morthens, lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Stefán úr tilraunaskáldsögu sinni Bókasafninu, Sveinbjörn úr ljóðasafni sínu Lífdögum og Bubbi úr nýju ljóðabókinni sinni Hreistur. Sérstakir gestir kvöldsins verða þeir Þorgrímur […]