Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Max Frisch/Jón Bjarni Atlason og Robert Walser/Níels Rúnar Gíslason

Slide1Fimmmtudagskvöldið 30. nóvember kl. 20 verður boðið upp á kynningu á tveimur glænýjum þýðingum fagurbókmennta. Þýðendurnir Jón Bjarni Atlason og Níels Rúnar Gíslason lesa úr þýðingum sínum á skáldsögum eftir svissnesku höfundana Max Frisch og Robert Walser. Ritstjórar þeirra, Ástráður Eysteinsson, prófessor, og Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, verða einnig með þeim í spjalli um bækurnar og höfundana, en Jórunn Sigurðardóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV stýrir umræðum.

Fyrri skáldsaga sem um ræðir er Loftslag eftir Max Frisch, eitt af hans mikilvægustu verkum og merkilegt að mörgu leyti fyrir frumlega og nýstárlega uppsetningu og auk þess má finna í henna athyglisverða lýsingu á náttúru Íslands eins og hún kom skáldinu fyrir augu þegar það ferðaðist hér um árið 1977.

Síðari skáldsagan á dagskrá er margfræg bók eftir Robert Walser, Jakob von Gunten, en hún kom út snemma á tuttugustu öld og hefur öðlast endunýjun lífdaga á síðustu áratugum, enda er um að ræða einhverja sérstökustu sögu sem skrifuð var á síðustu öld, bók sem höfundar eins og Franz Kafka héldu mikið upp á.

Boðið verður upp á léttar veitingar og stendur dagskráin til kl. 22. Húsið opnar kl. 20.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email