Meirihluti landsmanna les bækur og fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum. Konur lesa meira en karlar.
Miðstöð íslenskra bókmennta lét nýlega gera könnun á viðhorfi þjóðarinnar til m.a. bóklestrar, þýðinga, bókasafna og opinbers stuðnings við bókmenntir. Niðurstöðurnar gefa sterkar vísbendingar um að lestur sé enn stór þáttur í lífi landsmanna og að viðhorf fólks sé jákvætt í garð bókmennta, lestrar og opinbers stuðnings við bókmenntir. Athyglisvert er að svarendum á aldrinum […]
Verðlaun bóksala 2018
Tilkynnt var í Kiljunni þann 12. desember hvaða bækur hljóta Verðlaun bóksala í ár. Verðlaun eru veitt í átta flokkum. Íslensk skáldverk Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur hlaut fyrsta sæti í flokki íslenskra skáldverka, Kláði eftir Fríðu Ísberg hlaut annað sæti og Þorpið eftir Ragnar Jónasson lenti í þriðja sæti. Ljóðabækur Sálumessa eftir Gerði Kristnýju hlaut fyrsta sætið í flokki ljóðabóka, Smáa letrið eftir Lindu Vilhjálmsdóttur annað sætið og Því […]
Rúnar Snær Reynisson sigurvegari í smásagnasamkeppni í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar
Í dag, þann 10. desember, eru liðin 70 ár síðan Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt af 48 aðildarríkjum SÞ, þar á meðal Íslandi. Til að fagna þessum merku tímamótum stóðu sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, Rithöfundasamband Íslands og Hugvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir smásagnasamkeppni um mannréttindi og bárust alls 75 sögur í […]
Höfundakvöld fimmtudaginn 13. desember kl. 20.00
Það er háflóð í einu besta barnabókaflóði síðustu ára. Fjórir barnabókahöfundar ætla að taka sér hlé frá atinu sem fylgir bókaútgáfu og bjóða öllu áhugafólki um barnabókmenntir til stofu í Gunnarshúsi fimmtudaginn 13. desember kl. 20:00. Þetta kvöld verða boðin grið frá jólastressi, hasar og veseni og þess í stað lagt upp með að eiga […]
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna
Níu bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna. Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar: Fagurbókmenntir Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur Kláði eftir Fríðu Ísberg Dómnefnd skipuðu Guðrún Lára Pétursdóttir, Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Kristín Ástgeirsdóttir. Fræðibækur og rit almenns eðlis Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í […]
Aðventa lesin í Gunnarshúsum og víðar
Saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum, verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri 9. desember, annan sunnudag í aðventu. Hjá Rithöfundasambandi Íslands í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 les Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur, og hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri les Halldóra Malin Pétursdóttir leikkona. Lesturinn hefst á báðum […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 6. desember
Eygló Jónsdóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Lárus Jón Guðmundsson og Bryndís Björgvinsdóttir kynna nýútkomnar bækur sínar á höfundakvöldi í Gunnarshúsi fimmtudaginn 6. desember. Bækurnar: Ljóðabókina Áttun eftir Eygló fjallar um ferðalög, bæði bókstafleg og huglæg. Bókin varð til á ferðalagi og í henni leyfir höfundur sér að kanna ókunnugt landslag og nýjar víddir í sjálfum sér. Ljóðabókin Í huganum ráðgeri […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi miðvikudaginn 5. desember kl. 20.00
Höfundakvöld í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, miðvikudagskvöldið 5. desember kl. 20.00 Þrír höfundar leiða saman bækur sínar og úr verður fallegt eyrnakonfekt! (Og reyndar verður líka hægt að nasla á heimagerðum kræsingum frá Lilju Katrínu!) Bergrún Íris Sævarsdóttir mun kynna Langelstur í bekknum: Leynifélagið; og Næturdýrin. Barnabókin Langelstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur segir frá […]
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Í flokki fagurbókmennta eru tilnefndar: Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson, Sálumessa eftir Gerði Kristnýju, Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason, Haustaugu eftir Hannes Pétursson. Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis eru tilnefndar: Þjáningarfrelsið. Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og […]
Ísnálin 2018
Ísnálina 2018 hljóta rithöfundurinn Jo Nesbø og þýðandinn Bjarni Gunnarsson fyrir glæpasöguna Sonurinn (Sønnen). Bjarni Gunnarsson tók við verðlaununum á alþjóðlegu glæpasagnahátíðinni Iceland Noir í Iðnó í Reykjavík. Ísnálin er veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Þetta er fimmta árið sem verðlaunin eru veitt, og í […]