Search
Close this search box.

Þórdís Helgadóttir nýtt Leikskáld Borgarleikhússins

Þórdís Helgadóttir hefur verið valin Leikskáld Borgarleikhússins. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, tilkynnti um valið á móttöku í Borgarleikhúsinu í dag. Hún tekur við af Birni Leó Brynjarssyni en verk hans Magnum Opus verður sýnt í Borgarleikhúsinu á næsta leikári.  Fyrri leikskáld hússins eru Tyrfingur Tyrfingsson, Salka Guðmundsdóttir, Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr og Kristín Marja Baldursdóttir. Þórdís […]

Kristín Svava Tómasdóttir hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2018

Viðurkenning Hagþenkis var veitt 6. mars í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfn, og  hana hlaut Kristín Svava Tómasdóttir fyrir ritið, Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar, sem  Sögufélag gaf út. Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins sagði um ritið: Brautryðjandaverk um sögu kláms og kynverundar á Íslandi sem byggir á afhjúpandi rannsóknum á vandmeðförnu efni. Viðurkenninguna veitti  […]

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2019

  Þann 2. mars fór fram athöfn í menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi þar sem tilkynnt var hvaða fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2019, en verðlaunin verða afhent hefðinni samkvæmt síðasta vetrardag í Höfða. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt í þremur flokkum og voru fimm bækur tilnefndar í hverjum þeirra; fyrir bestu frumsömdu barna- og […]

Héðan í frá – vinningssaga

Smásagan Héðan í frá, sem dómnefnd valdi sem bestu söguna í samkeppni sendinefndar Evrópusambandsins, upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, Rithöfundasambands Íslands, Hugvísindastofnun HÍ og Hafnar – HÔTEL DU NORD hefur nú verið birt á vef Sendinefndar ESB á Íslandi. Samkeppnin var haldin í tilefni 70 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Sögurnar áttu að fjalla um mannréttindi á […]

Aðalfundur 2. maí 2019

Aðalfundur RSÍ verður haldinn fimmtudaginn 2. maí 2019. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs er til 18. mars nk. Kjósa þarf tvo meðstjórnendur og einn varamann, skv. 5. grein laga Rithöfundasambands Íslands. Skrifleg framboð til stjórnarkjörs berist skrifstofu RSÍ eigi síðar en kl. 14.00 mánudaginn 18. mars n.k

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Skáld­sag­an Elín, ým­is­legt eft­ir Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur og ljóðabók­in Kóngu­lær í sýn­ing­ar­glugg­um eft­ir Krist­ínu Ómars­dótt­ur hafa verið til­nefnd­ar til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 2019 fyr­ir Íslands hönd. Þetta var til­kynnt í Gunn­ars­húsi fyr­ir stundu. Lands­bundn­ar dóm­nefnd­ir til­nefna þetta árið sam­tals 13 verk til verðlaun­anna, en sam­eig­in­leg nor­ræn dóm­nefnd vel­ur vinn­ings­hafa árs­ins og verða verðlaun­in af­hent við hátíðlega at­höfn […]

Íslensku þýðingaverðlaunin 2019 afhent á Gljúfrasteini

Íslensku þýðingaverðlaunin 2019 voru veitt á Gljúfrasteini laugardaginn 16. febrúar kl. 14:00. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin. Í ár hlutu verðlaunin þau Ingibjörg Haraldsdóttir og Gunnar Þorri Pétursson fyrir þýðingu sína á Hinum smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí. Forlagið gefur út. Í dómnefnd sátu Steinþór Steingrímsson (formaður), Hildur Hákonardóttir og Brynja Cortes […]

Gestadvöl í Ljubljana

Ljubljana, sem hefur verið Bókmenntaborg UNESCO síðan 2015, býður nú upp á gestadvöl fyrir rithöfunda í fyrsta sinn. Tvisvar á ári er höfundi boðið að dvelja í einn mánuð í hinni nýuppgerðu Švicarija/Swisshouse menningarmiðstöð sem er hluti af alþjóðamiðstöð grafískra lista (International Centre of Graphic Arts). Hvenær? 1. – 31. október 2019 eða 20. nóvember […]

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 29. janúar. Verðlaunin skiptust í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru: Fræðirit og bækur almenns efnis: Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg : Flóra Íslands -Blómplöntur og byrkingar. Útgefandi: Vaka Helgafell. […]

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2019

Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2019.   Verðlaun að upphæð 800 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem […]