Silfurlykillinn og Rotturnar tilnefndar fyrir Íslands hönd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019

14 verk eru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Átta norræn tungumál eiga fulltrúa meðal þeirra verka sem tilnefnd eru í ár, en tilnefningarnar voru kynntar á alþjóðlegu bókamessunni í Bologna 2. apríl. Ein af eftirtöldum myndabókum, teiknimyndasögum, skáldsögum og ljóðabókum mun svo hljóta verðlaunin í haust: Danmörk Da Mumbo Jumbo blev kæmpestor eftir […]
Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019–2020

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 28. ágúst 2019 til 25. ágúst 2020. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, […]
INNANFÉLAGSKRÓNIKA

Það er ekki vorlegt um að litast í kringum aðsetur RSÍ þegar ég set þessar línur á blað (reyndar á tölvuskjá, en hvað um það), glórulaus bylur, alhvít jörð og hryssingslegt hvert sem litið er. Samt eru vorverkin hafin hér í Gunnarshúsi. Frá menntamálaráðuneytinu berast ýmis plögg, tillögur og reglugerðir sem okkur er vissara að […]
Þórdís Helgadóttir nýtt Leikskáld Borgarleikhússins

Þórdís Helgadóttir hefur verið valin Leikskáld Borgarleikhússins. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, tilkynnti um valið á móttöku í Borgarleikhúsinu í dag. Hún tekur við af Birni Leó Brynjarssyni en verk hans Magnum Opus verður sýnt í Borgarleikhúsinu á næsta leikári. Fyrri leikskáld hússins eru Tyrfingur Tyrfingsson, Salka Guðmundsdóttir, Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr og Kristín Marja Baldursdóttir. Þórdís […]
Kristín Svava Tómasdóttir hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2018

Viðurkenning Hagþenkis var veitt 6. mars í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfn, og hana hlaut Kristín Svava Tómasdóttir fyrir ritið, Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar, sem Sögufélag gaf út. Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins sagði um ritið: Brautryðjandaverk um sögu kláms og kynverundar á Íslandi sem byggir á afhjúpandi rannsóknum á vandmeðförnu efni. Viðurkenninguna veitti […]
Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2019

Þann 2. mars fór fram athöfn í menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi þar sem tilkynnt var hvaða fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2019, en verðlaunin verða afhent hefðinni samkvæmt síðasta vetrardag í Höfða. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt í þremur flokkum og voru fimm bækur tilnefndar í hverjum þeirra; fyrir bestu frumsömdu barna- og […]
Héðan í frá – vinningssaga

Smásagan Héðan í frá, sem dómnefnd valdi sem bestu söguna í samkeppni sendinefndar Evrópusambandsins, upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, Rithöfundasambands Íslands, Hugvísindastofnun HÍ og Hafnar – HÔTEL DU NORD hefur nú verið birt á vef Sendinefndar ESB á Íslandi. Samkeppnin var haldin í tilefni 70 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Sögurnar áttu að fjalla um mannréttindi á […]
Aðalfundur 2. maí 2019

Aðalfundur RSÍ verður haldinn fimmtudaginn 2. maí 2019. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs er til 18. mars nk. Kjósa þarf tvo meðstjórnendur og einn varamann, skv. 5. grein laga Rithöfundasambands Íslands. Skrifleg framboð til stjórnarkjörs berist skrifstofu RSÍ eigi síðar en kl. 14.00 mánudaginn 18. mars n.k
Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Skáldsagan Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur og ljóðabókin Kóngulær í sýningargluggum eftir Kristínu Ómarsdóttur hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 fyrir Íslands hönd. Þetta var tilkynnt í Gunnarshúsi fyrir stundu. Landsbundnar dómnefndir tilnefna þetta árið samtals 13 verk til verðlaunanna, en sameiginleg norræn dómnefnd velur vinningshafa ársins og verða verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn […]
Íslensku þýðingaverðlaunin 2019 afhent á Gljúfrasteini

Íslensku þýðingaverðlaunin 2019 voru veitt á Gljúfrasteini laugardaginn 16. febrúar kl. 14:00. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin. Í ár hlutu verðlaunin þau Ingibjörg Haraldsdóttir og Gunnar Þorri Pétursson fyrir þýðingu sína á Hinum smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí. Forlagið gefur út. Í dómnefnd sátu Steinþór Steingrímsson (formaður), Hildur Hákonardóttir og Brynja Cortes […]