Search
Close this search box.

Íslensku þýðingaverðlaunin 2019 afhent á Gljúfrasteini

Íslensku þýðingaverðlaunin 2019 voru veitt á Gljúfrasteini laugardaginn 16. febrúar kl. 14:00. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.
Í ár hlutu verðlaunin þau Ingibjörg Haraldsdóttir og Gunnar Þorri Pétursson fyrir þýðingu sína á Hinum smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí. Forlagið gefur út.
Í dómnefnd sátu Steinþór Steingrímsson (formaður), Hildur Hákonardóttir og Brynja Cortes Andrésardóttir.

Íslensku þýðingaverðlaunin voru sett á stofn til að minna á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska tungu og menningu og til að heiðra þýðendur sem sinna því vandasama verki að færa okkur vandaðar erlendar bókmenntir á móðurmáli okkar.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email