Search
Close this search box.

Silfurlykillinn og Rotturnar tilnefndar fyrir Íslands hönd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019

14 verk eru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Átta norræn tungumál eiga fulltrúa meðal þeirra verka sem tilnefnd eru í ár, en tilnefningarnar voru kynntar á alþjóðlegu bókamessunni í Bologna 2. apríl.

Ein af eftirtöldum myndabókum, teiknimyndasögum, skáldsögum og ljóðabókum mun svo hljóta verðlaunin í haust:

Danmörk

Da Mumbo Jumbo blev kæmpestor eftir Jakob Martin Strid. Myndabók/teiknimyndasag…Styrke. Karanagalaksen. Log I eftir Cecilie Eken. Skáldsaga, Høst & Søn, 2018.

Finnland

Breven från Maresi eftir Mariu Turtschaninoff. Skáldsaga, Förlaget, 2018.Ruusun matka eftir Mariku Maijala. Myndabók, Etana Editions, 2018.

Færeyjar

Miljuløtur eftir Rakel Helmsdal & Kathrinu Skarðsá (myndskr.). Sögubók, Bókadei…

Grænland

Tuttuarannguaq eftir Camillu Sommer & Pernille Kreutzmann (myndskr.). Myndabók,…

Ísland

Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur. Skáldsaga, Forlagið / Vaka-Helgafell, …Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn. Skáldsaga, Forlagið / Mál og menning, 20…

Noregur

Alle sammen teller eftir Kristin Roskifte. Myndabók, Magikon, 2018.Det var ikke en busk eftir Eli Hovdenak. Myndabók, Ena, 2018.

Samíska málsvæðið

Šiellaspeajal eftir Karen Anne Buljo. Ljóðabók, Davvi Girji, 2017.

Svíþjóð

Den förskräckliga historien om Lilla Hon eftir Lenu Ollmark og Per Gustavsson (…Risulven Risulven eftir Ninu Ivarsson. Skáldsaga, Rabén & Sjögren, 2017.

Álandseyjar

På en trollsländas vingar eftir Ann-Christin Waller & Anni Wikberg (myndskr.). …

Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum hefur tilnefnt verk til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna.

Verðlaunin veitt 29. október

Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 verður kynntur þann 29. október í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur.

Um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn á þingi Norðurlandaráðs 2013 um leið og önnur verðlaun ráðsins, að ósk norrænu menningarmálaráðherranna sem höfðu um árabil viljað efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum á Norðurlöndum.

Um verðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun á ári hverju: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og ungmennabókmenntaverðlaun. Markmið verðlaunanna er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email