Search
Close this search box.

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

kóogkeSkáld­sag­an Elín, ým­is­legt eft­ir Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur og ljóðabók­in Kóngu­lær í sýn­ing­ar­glugg­um eft­ir Krist­ínu Ómars­dótt­ur hafa verið til­nefnd­ar til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 2019 fyr­ir Íslands hönd. Þetta var til­kynnt í Gunn­ars­húsi fyr­ir stundu.

Lands­bundn­ar dóm­nefnd­ir til­nefna þetta árið sam­tals 13 verk til verðlaun­anna, en sam­eig­in­leg nor­ræn dóm­nefnd vel­ur vinn­ings­hafa árs­ins og verða verðlaun­in af­hent við hátíðlega at­höfn í Stokk­hólmi 29. októ­ber í tengsl­um við þing Norður?landaráðs. Verðlauna­haf­inn hlýt­ur verðlauna­grip­inn Norður­ljós og 350 þúsund dansk­ar krón­ur sem sam­svar­ar tæp­um 6,4 millj­ón­um ísl. kr.

Frá Álands­eyj­um er til­nefnd skáld­sag­an Det finns inga mon­ster eft­ir Liselott Willén.

Frá Dan­mörku eru til­nefnt smá­sagna­safnið Ef­ter so­len eft­ir Jon­as Eika og skáld­sag­an de eft­ir Helle Helle.

Frá Finn­landi eru til­nefnd­ar skáld­sög­urn­ar Trist­ania eft­ir Mariönnu Kurtto og Där musiken börja­de eft­ir Lars Sund.

Frá Græn­landi er til­nefnd smá­sagna- og ljóðabók­in Arpa­atit qaqortut eft­ir Pi­vinn­gu­aq Mørch.

Frá Nor­egi eru til­nefnd­ar ljóðabók­in Det er ber­re eit spørs­mål om tid eft­ir Eldrid Lund­en og Jeg lever et liv som ligner deres. En lev­nets­beskri­vel­se eft­ir Jan Grue, en bók­in er skil­greind sem sjálfsævi­sögu­leg­ur prósi.

Frá sa­míska málsvæðinu er til­nefnd ljóðabók­in Ii dát leat dat eana eft­ir Ingu Ravna Eira.

Frá Svíþjóð eru til­nefnd­ar ljóðabók­in Non­sen­sprins­ess­ans dag­bok. En sjukskrivn­ing eft­ir Isa­bellu Nils­son og skáld­sag­an Människan är den vackra­ste staden eft­ir Sami Said.

Í um­sögn ís­lensku dóm­nefnd­ar­inn­ar seg­ir um skáld­sög­una Elín, ým­is­legt: „Ríkj­andi þemu í skáld­skap Krist­ín­ar Ei­ríks­dótt­ur eru þrá eft­ir ást og skiln­ingi, bar­átt­an við sam­bands­leysi, ein­mana­leiki, mis­notk­un, of­beldi og óhugnaður. Skáld­sag­an Elín, ým­is­legt er skýrt dæmi um þetta. Þar birt­ist öfl­ug rödd ungr­ar konu í list­ræn­um og mark­viss­um texta.“

Um Kóngu­lær í sýn­ing­ar­glugg­um seg­ir: „Í ljóðum Krist­ín­ar Ómars­dótt­ur lít­ur sak­leysið út eins og skyrsletta á vegg, bréfið und­ir kodd­an­um spyr: ertu þarna? Speg­ill­inn hand­sam­ar mynd ljóðmæl­and­ans þegar hann greiðir morg­un­bleikt hárið, landd­reymn­ar haf­meyj­ar stinga höfði upp úr sjón­um, gler­brjóst eru aug­lýst og torgið snarað með sjón­deild­ar­hringn­um. Krist­ín Ómars­dótt­ir hef­ur alltaf reynt hressi­lega á þanþol tungu­máls­ins. Frum­leg­ar ljóðmynd­ir henn­ar eru óvænt­ar og stund­um súr­realísk­ar.“

Bók­mennta­verðlaun Norður­landaráðs hafa verið veitt síðan 1962 og eru veitt fag­ur­bók­mennta­verki sem er samið á einu af nor­rænu tungu­mál­un­um. Það get­ur verið skáld­saga, leik­verk eða ljóða-, smá­sagna- eða rit­gerðasafn sem upp­fyll­ir strang­ar kröf­ur um bók­mennta­legt og list­rænt gildi. Mark­miðið með verðlaun­un­um er að vekja áhuga á bók­mennt­um og tungu­mál­um grannþjóðanna sem og menn­ing­ar­legri sam­kennd þeirra.

Skrif­stofa beggja bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs hef­ur verið til húsa í Nor­ræna hús­inu frá 2014. Náið sam­starf skrif­stof­unn­ar við bóka­safnið í Nor­ræna hús­inu skil­ar sér í því að all­ar til­nefndu bæk­ur árs­ins voru aðgengi­leg­ar á frum­mál­un­um á bóka­safn­inu í Nor­ræna hús­inu frá og með deg­in­um í dag. Einnig eru all­ar vinn­ings­bæk­urn­ar frá upp­hafi aðgengi­leg­ar til út­láns á safn­inu.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email