Eiríkur P. Jörundsson hlýtur Svartfuglinn
Eiríkur P. Jörundsson hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sögu sína Hefndarenglar. Eliza Reid, forsetafrú og bókmenntafrömuður, veitti verðlaunin í Gröndalshúsi. Hefndarenglar er fyrsta skáldsaga Eiríks P. Jörundssonar. Eiríkur lauk MA námi í sagnfræði frá HÍ og hefur starfað sem blaðamaður, upplýsingastjóri og safnastjóri. Hann starfar nú sem safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. Eiríkur er höfundur bókarinnar Þar sem land og haf […]
Tilnefningar til Maístjörnunnar
Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2018 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Tilnefndir eru: Ásdís Ingólfsdóttir – Ódauðleg brjóst (Partus) Eva Rún Snorradóttir – Fræ sem frjóvga myrkrið (Benedikt bókaútgáfa) Gerður Kristný – Sálumessa (Mál og menning) Haukur Ingvarsson – Vistarverur (Mál og menning) Linda Vilhjálmsdóttir – Smáa letrið (Mál og menning) […]
Bókaverðlaun barnanna 2019
Árlega tilnefna börn þær bækur sem þeim þykja skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar að hvaða ástæðu sem er og verða Bókaverðlaun barnanna afhent nú í 18. sinn. Börn af öllu landinu kusu og alls fengu 117 bækur kosningu. Af þeim 117 bókum voru það 5 íslenskar og 5 þýddar barnabækur sem stóðu upp úr hjá börnunum og […]
BARNABÓKAVERÐLAUN REYKJAVÍKURBORGAR 2019
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2019 voru afhent í Höfða þann 24. apríl sl. og í fyrsta sinn voru einnig afhent Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir óbirt handrit. Hildur Knútsdóttir fær verðlaunin fyrir Ljónið Verðlaun fyrir bestu frumsömdu bókina á árinu 2018 koma í hlut Hildar Knútsdóttur fyrir bókina Ljónið sem er fyrsta bókin í nýjum þríleik. Ljónið er […]
Kosning til stjórnar 2019
Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands verður haldinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudaginn 2. maí n.k. kl. 19.30. Framboðsfrestur til stjórnar rann út 18. mars s.l. Kosnir verða tveir meðstjórnendur. Kosningarnar munu fara fram rafrænt. Kjörfundur hefst 17. apríl og lýkur á miðnætti 1. maí. Allir skuldlausir félagsmenn (einnig heiðursfélagar og gjaldfrjálsir félagsmenn) munu fá sendan hlekk á […]
Starfsstyrkir, umsóknarfrestur til 7. maí
Opið er fyrir umsóknir um starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Styrkirnir eru veittir til ritstarfa og áhersla er lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru langt komin. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Til úthlutunar eru 3.500.000 kr. Veittir verða allt að tíu styrkir. Umsóknarfrestur t.o.m. 7. maí 2019.
Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykjavík í fjórtánda sinn
Fjórtánda Bókmenntahátíðin í Reykjavík verður sett miðvikudaginn 24. apríl og stendur til 27. apríl. Verður hún sannkölluð hátíð lesenda og höfunda og fer fram í Iðnó, Norræna húsinu og Veröld, húsi Vigdísar. Degi fyrir opnun eða 23. apríl á degi bókarinnar verður blásið til spennandi bókmenntadagskrár norðan heiða í menningarhúsinu Hofi á Akureyri þar sem […]
Silfurlykillinn og Rotturnar tilnefndar fyrir Íslands hönd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019
14 verk eru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Átta norræn tungumál eiga fulltrúa meðal þeirra verka sem tilnefnd eru í ár, en tilnefningarnar voru kynntar á alþjóðlegu bókamessunni í Bologna 2. apríl. Ein af eftirtöldum myndabókum, teiknimyndasögum, skáldsögum og ljóðabókum mun svo hljóta verðlaunin í haust: Danmörk Da Mumbo Jumbo blev kæmpestor eftir […]
Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019–2020
Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 28. ágúst 2019 til 25. ágúst 2020. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, […]
INNANFÉLAGSKRÓNIKA
Það er ekki vorlegt um að litast í kringum aðsetur RSÍ þegar ég set þessar línur á blað (reyndar á tölvuskjá, en hvað um það), glórulaus bylur, alhvít jörð og hryssingslegt hvert sem litið er. Samt eru vorverkin hafin hér í Gunnarshúsi. Frá menntamálaráðuneytinu berast ýmis plögg, tillögur og reglugerðir sem okkur er vissara að […]