Search
Close this search box.

Ingibjörg Þorbergs látin

Ingi­björg Krist­ín Þor­bergs, tón­skáld, rithöfundur, söng­kona og fyrr­ver­andi dag­skrár­stjóri Rík­is­út­varps­ins, er lát­in 91 árs að aldri.

Ingi­björg stundaði meðal ann­ars nám við Tón­list­ar­skóla Reykja­vík­ur og Kenn­ara­skóla Íslands og dvaldi enn frem­ur við nám í Dan­te Alig­hieri-skól­an­um í Róm. Hún hóf störf hjá Rík­is­út­varp­inu 1946 og starfaði þar við ýmis störf til 1985. Hún starfaði einnig við kennslu um tíma og sem blaðamaður.

Ingi­björg samdi söng­lög, dæg­ur­lög og barna­lög, söng inn á fjölda hljóm­platna og samdi sjö leik­rit fyr­ir börn og ung­linga. Hún fékk marg­vís­leg­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf sín, meðal ann­ars heiður­sverðlaun Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna 2003. Þá hlaut hún ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 2008 fyr­ir fram­lag sitt til ís­lenskr­ar tón­list­ar.

Rithöfundasamband Íslands þakkar Ingibjörgu samfylgdina og sendir fjölskyldu hennar samúðarkveðjur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email