Aðventa lesin í Gunnarshúsi 8. desember kl. 13:30
Árlegur húslestur á Aðventu Gunnars Gunnarsson fer fram annan sunnudag i Aðventu, 8. desember á nokkrum stöðum um landið. Í skrifstofu skáldsins að Skriðuklaustri, hjá Rithöfundasambandi Íslands í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi og hjá bókasafninu á Akranesi. Lestur hefst klukkan 13:30 og stendur í um 2,5 tíma með hléi. Í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi er það Salka Guðmundsdóttir, […]
Sagan af Dimmalimm endurútgáfa
Í tilefni af umræðu um endurútgáfu á bók Guðmundar Thorsteinssonar, Muggs, um Dimmalimm, vill stjórn Rithöfundasambands Íslands taka eftirfarandi fram: Samkvæmt höfundalögum gilda tiltekin ákvæði sæmdarréttar um bókmenntaverk eða listaverk þótt höfundarréttur sé að öðru leyti fallinn niður. Nánar tiltekið er óheimilt að breyta verki höfundar með þeim hætti að skert geti höfundarheiður hans eða […]
Ljósvakasjóður – umsóknarfrestur til 30. október
Bætur vegna eintakagerðar til einkanota skv. 11.gr. höfundalaga Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) og Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) taka við greiðslum frá Innheimtumiðstöð rétthafa (IHM). Greiðslurnar renna í Ljósvakasjóð sem úthlutar til höfunda og þýðenda leiktexta og annarra skáldverka í samræmi við reglur þessar. Athugið sérstaklega AÐ REGLUR ERU breyttar frá fyrri árum. Greiðsla til handritshöfunda/leikskálda er í formi eingreiðslu […]
Tilnefningar til Maístjörnunnar
Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, verður veitt í sjöunda sinn í maí. Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabóka útgefinna 2022 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Tilnefndar bækur eru: Skurn eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Útgefandi: Una útgáfuhús Allt sem rennur eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Útgefandi: Benedikt Sjófuglinn eftir Egil Ólafsson. Útgefandi: […]
Opið fyrir umsóknir um starfsstyrk úr Höfundasjóði RSÍ
Rithöfundasamband Íslands veitir starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Rétt til að sækja um starfsstyrk úr Höfundasjóði RSÍ hafa starfandi rithöfundar óháð félagsaðild í RSÍ, þ.e. barnabókahöfundar, handritshöfundar, leikskáld, ljóðskáld, skáldsagna- og smásagnahöfundar, unglingabókahöfundar, þýðendur, ævisagnahöfundar og aðrir […]
Orðstír 2023
Forseti Íslands afhenti heiðursviðurkenninguna Orðstír í fimmta sinn á Bessastöðum 21. apríl sl. Þeir tveir þýðendur sem hljóta viðurkenninguna í ár eru Luciano Dutra og Jacek Godek. Orðstír, heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlendar tungur, eru afhent annað hvert ár á Bókmenntahátíð í Reykjavík. Heiðursviðurkenningin er veitt einstaklingum sem hafa þýtt verk úr íslensku á annað […]
Arndís, Lóa Hlín og Baldvin hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu við hátíðlega athöfn í dag, síðasta vetrardag. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum, frumsamið efni, myndlýstar bækur og þýddar. Í flokki frumsamins efnis hlýtur Arndís Þórarinsdóttir verðlaun fyrir bókina Kollhnís í útgáfu Máls og menningar. „Af eftirtektarverðri næmni, mannskilningi og ritfærni fjallar Arndís Þórarinsdóttir í bók […]
Bókmenntahátíð í Reykjavík hefst í dag
Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík fer fram 19.-23. apríl 2023. Hátíðin er einn líflegasti bókmenntaviðburður ársins og verður sett með hátíðlegri athöfn í Iðnó í dag! Á hátíðinni gefst einstakt tækifæri til að heyra sögur og frásagnir heimsþekktra rithöfunda sem hingað eru komnir til þess að taka þátt í þessari veislu lesenda, höfunda, útgefenda, þýðanda og […]
Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar
Tilkynnt var um tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2023 þann 12. apríl sl. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum: fyrir frumsamdar og þýddar barnabækur sem og fyrir myndlýsingar. Fimmtán bækur eru tilnefndar. Jafnframt var veitt sérstök viðurkenning Bókmenntaborgarinnar til þeirra sem hafa unnið mikilvægt starf í þágu lestrarmenningar barna:Yrsa Þöll Gylfadóttir, Iðunn Arna og útgáfan Bókabeitan hlutu […]
Arndís Þórarinsdóttir og Rán Flygenring tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023
14 norrænar myndabækur, barnabækur og unglingabækur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Verkin sem tilnefnd eru í ár innihalda meðal annars tímalaus ævintýri, full af lífi, þar sem fjölbreytileikinn er ekki boðskapurinn í sjálfu sér heldur aðeins eitt atriði sem ljær frásögnunum trúverðugleika. Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 31. október í Ósló. Tilnefndir […]