Search
Close this search box.

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2020

Níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna þann 3. desember sl.

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Fagurbókmenntir

Svanafólkið eftir Kristínu Ómarsdóttur

Okfruman eftir Brynju Hjálmsdóttur

Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur

Dómnefnd skipuðu Elín Björk Jóhannsdóttir, Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Kristín Ástgeirsdóttir.

Fræðibækur og rit almenns eðlis

Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur

Jakobína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur

Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur

Dómnefnd skipuðu Dalrún J. Eygerðardóttir, Sóley Björk Guðmundsdóttir og Þórunn Blöndal

Barna- og unglingabókmenntir

Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur

Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur

Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur

Dómnefnd skipuðu Guðrún Jóhannsdóttir, Hildur Ýr Ísberg og Sigrún Birna Björnsdóttir.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email