Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Ólöf Eldjárn látin

Ólöf EldjárnÓlöf Eld­járn, þýðandi og rit­stjóri, lést 15. ág­úst eft­ir erfið veik­indi, 69 ára að aldri

Ólöf fædd­ist í Reykja­vík 3. júlí 1947 og ólst upp í Vest­ur­bæn­um. Hún var dótt­ir hjón­anna Kristjáns Eld­járns, þjóðminja­varðar og for­seta, og Hall­dóru Ing­ólfs­dótt­ur Eld­járn. Ólöf lauk prófi í ensku frá Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla og og starfaði lengi sem verslunarstjóri Bók­sölu stúd­enta og rit­stjóri hjá Bóka­for­lagi Máls og menn­ing­ar og Eddu út­gáfu. Frá 2007 var hún sjálf­stætt starf­andi þýðandi og yf­ir­les­ari og eftir hana liggur fjöldi þýðinga, m.a.  Purpuraliturinn (1986) e. Alice Walker, Heimur feigrar stéttar (1990) og fleiri verk eftir Nadine Gordimer, Umbreyt­ing­in (1997) eft­ir Liv Ullm­an og Kastaníugöngin (1979) eftir Deu Trier Mørch.

Ólöf vann til fjölda ára trúnaðarstörf fyrir Rithöfundasambandið og hafði verið félagslegur endurskoðandi sambandsins í tæp tuttugu ár.

Rithöfundasamband Íslands þakkar Ólöfu Eldjárn samfylgdina og sendir fjölskyldu hennar samúðarkveðjur.


Sigríður Eyþórsdóttir látin

Sigríður EyþórsdóttirSigríður Eyþórsdóttir, kennari og leikstjóri, lést 22. júlí 2016 á Landspítalanum.

Sigríður fæddist í Torfabæ í Selvogi 21. ágúst 1940. Hún lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla LR og kennaraprófi frá KÍ. Að loknu námi fékkst Sigríður um langt skeið við leiklistarkennslu og leikstjórn, auk þess sem hún sá um barna- og unglingaþætti í Ríkisútvarpinu. Árið 1982 stofnaði hún leikhópinn Perluna sem sett hefur upp fjölda leikrita og flutt sýningar víða um heim. Fyrir menningarstörf sín hlaut Sigríður margvíslegar viðurkenningar bæði erlendis og hérlendis. Hún fékk riddarakross fálkaorðunnar árið 1997.

Sigríður birti bæði ljóð og smásögur í tímaritum og bókum og skrifað greinar í dagblöð en skrifaði fyrst og fremst bækur og leikverk fyrir börn. Eftir hana liggja m.a. bækurnar Gunnar eignast systur (1979) og Lena Sól (1983) og útvarpsleikritin Ennþá gerast ævintýr og Á Hulduhamri með Kötu frænku.

Rithöfundasambandið vottar afkomendum og aðstandendum Sigríðar samúð.