Search
Close this search box.

Listamannalaun 2017 – umsóknarfrestur 30. september kl. 17

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2017 í samræmi við  ákvæði laga nr. 57/2009.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september, kl. 17.00.

 • launasjóður hönnuða
 • launasjóður myndlistarmanna
 • launasjóður rithöfunda
 • launasjóður sviðslistafólks
 • launasjóður tónlistarflytjenda
 • launasjóður tónskálda

Umsóknir skiptast í eftirfarandi flokka:

 • Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð
 • Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð
 • Starfslaun fyrir sviðslistahópa – athugið að sú breyting hefur verið gerð að sviðslistahópaumsókn er felld inn í atvinnuleikhópaumsókn

Umsókn um starfslaun, lög og reglugerðir eru á vefslóðinni  www.listamannalaun.is Nota þarf íslykil / rafræn skilríki við umsóknina.

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

Breytingar frá stjórn:

 • Ferðastyrkir verða ekki veittir
 • Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum í gegnum umsóknarkerfið

Nánari upplýsingar:

listamannalaun@rannis.is

www.rannis.is/sjodir/menning-listir/starfslaun-listamanna/

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email