Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Úthlutun listamannalauna 2022

555 mánuðir voru til úthlutunar úr launasjóði rithöfunda, sótt var um 2628 mánuði.
Starfslaun fá 80 rithöfundar, 41 kona og 39 karlar, 237 umsóknir bárust.

12 mánuðir

 • Andri Snær Magnason
 • Bergsveinn Birgisson
 • Eiríkur Örn Norðdahl
 • Elísabet Kristín Jökulsdóttir
 • Gerður Kristný Guðjónsdóttir
 • Guðrún Eva Mínervudóttir
 • Hallgrímur Helgason
 • Hildur Knútsdóttir
 • Jón Kalman Stefánsson
 • Sölvi Björn Sigurðsson
 • Vilborg Davíðsdóttir
 • Þórdís Gísladóttir

9 mánuðir

 • Auður Jónsdóttir
 • Bergrún Íris Sævarsdóttir
 • Bergþóra Snæbjörnsdóttir
 • Bragi Ólafsson
 • Einar Kárason
 • Einar Már Guðmundsson
 • Gunnar Helgason
 • Gunnar Theodór Eggertsson
 • Hermann Stefánsson
 • Jónas Reynir Gunnarsson
 • Kristín Eiríksdóttir
 • Kristín Ómarsdóttir
 • Oddný Eir
 • Ófeigur Sigurðsson
 • Ragnheiður Sigurðardóttir
 • Sigríður Hagalín Björnsdóttir
 • Sigurbjörg Þrastardóttir
 • Steinar Bragi Guðmundsson
 • Yrsa Þöll Gylfadóttir
 • Þórunn Elín Valdimarsdóttir

6 mánuðir

 • Alexander Dan Vilhjálmsson
 • Arndís Þórarinsdóttir
 • Auður Ólafsdóttir
 • Áslaug Jónsdóttir
 • Benný Sif Ísleifsdóttir
 • Björn Halldórsson
 • Brynhildur Þórarinsdóttir
 • Dagur Hjartarson
 • Eiríkur Ómar Guðmundsson
 • Emil Hjörvar Petersen
 • Friðgeir Einarsson
 • Fríða Ísberg
 • Gyrðir Elíasson
 • Halldór Armand Ásgeirsson
 • Haukur Ingvarsson
 • Haukur Már Helgason
 • Hjörleifur Hjartarson
 • Kristín Helga Gunnarsdóttir
 • Linda Vilhjálmsdóttir
 • Magnús Sigurðsson
 • Margrét Vilborg Tryggvadóttir
 • Ragnar Helgi Ólafsson
 • Ragnheiður Eyjólfsdóttir
 • Sigrún Eldjárn
 • Sigrún Pálsdóttir
 • Stefán Máni Sigþórsson
 • Þórarinn Leifsson
 • Ævar Þór Benediktsson

3 mánuðir

 • Auður Þórhallsdóttir
 • Ása Marin Hafsteinsdóttir
 • Ásgeir H. Ingólfsson
 • Brynjólfur Þorsteinsson
 • Ewa Marcinek
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir
 • Guðmundur Brynjólfsson
 • Halla Þórlaug Óskarsdóttir
 • Ingólfur Eiríksson
 • Ísak Harðarson
 • Kristín Björg Sigurvinsdóttir
 • Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
 • Malgorzata Nowak (Mao Alheimsdóttir)
 • Pedro Gunnlaugur Garcia
 • Soffía Bjarnadóttir
 • Steinunn Helgadóttir
 • Sverrir Norland
 • Tyrfingur Tyrfingsson
 • Úlfhildur Dagsdóttir
 • Þóra Hjörleifsdóttir
 • Þórdís Helgadóttir


Úthlutun starfslauna til rithöfunda 2020

Launasjóður rithöfunda – 555 mánuðir

12 mánuðir
Andri Snær Magnason

Auður Jónsdóttir

Bergsveinn Birgisson

Eiríkur Örn Norðdahl

Gerður Kristný Guðjónsdóttir

Guðrún Eva Mínervudóttir

Hallgrímur Helgason

Kristín Eiríksdóttir

Kristín Ómarsdóttir

Ófeigur Sigurðsson

Sjón – Sigurjón B Sigurðsson

Steinunn Sigurðardóttir

9 mánuðir
Auður Ólafsdóttir

Bragi Ólafsson

Einar Kárason

Einar Már Guðmundsson

Gyrðir Elíasson

Hildur Knútsdóttir

Jón Kalman Stefánsson

Linda Vilhjálmsdóttir

Oddný Eir Ævarsdóttir

Ragnheiður (Ragna) Sigurðardóttir

Sigurbjörg Þrastardóttir

Steinar Bragi Guðmundsson

Vilborg Davíðsdóttir

Þórdís Gísladóttir

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

6 mánuðir
Alexander Dan Vilhjálmsson

Arngunnur Árnadóttir

Bergrún Íris Sævarsdóttir

Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Bjarni M. Bjarnason

Dagur Hjartarson

Eiríkur Ómar Guðmundsson

Elísabet Kristín Jökulsdóttir

Emil Hjörvar Petersen

Fríða Ísberg

Friðgeir Einarsson

Gunnar Eggertsson

Gunnar Helgason

Halldór Armand Ásgeirsson

Halldór Halldórsson

Hermann Stefánsson

Huldar Breiðfjörð

Jónína Leósdóttir

Kári Torfason Tulinius

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Kristín Steinsdóttir

Mazen Maarouf

Ólafur Gunnarsson

Pétur Gunnarsson

Ragnar Helgi Ólafsson

Ragnheiður Eyjólfsdóttir

Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Sigrún Eldjárn

Sigrún Pálsdóttir

Sigurlín Bjarney Gísladóttir

Steinunn Guðríður Helgadóttir

Sölvi Björn Sigurðsson

Tyrfingur Tyrfingsson

Yrsa Þöll Gylfadóttir
Þórarinn Eldjárn

Þórdís Helgadóttir

Ævar Þór Benediktsson

3 mánuðir
Anton Helgi Jónsson

Ásdís Ingólfsdóttir

Áslaug Jónsdóttir

Björn Halldórsson

Eva Rún Snorradóttir

Haukur Már Helgason

Ísak Harðarson

Jónas Reynir Gunnarsson

Kristín Ragna Gunnarsdóttir

Magnús Sigurðsson

Margrét Vilborg Tryggvadóttir

Pedro Gunnlaugur Garcia

Sif Sigmarsdóttir

Sindri Freysson

Snæbjörn Brynjarsson

Soffía Bjarnadóttir

Sverrir Norland

Þóra Karítas Árnadóttir


Um starfslaun listamanna

Pétur Gunnarsson rithöfundur

Pétur Gunnarsson rithöfundur

Pétur Gunnarsson:

Erindi haldið á málþingi BÍL 24. nóvember 2018

Fyrir daga starfslauna listamanna voru við lýði hin svokölluðu listamannalaun sem pólitískt skipuð úthlutunarnefnd úthlutaði við árvissa óánægju allra. Úthlutunin lá jafnan undir ámæli um að spegla valdahlutföllin á Alþingi frekar en listrænt mat uns svo var komið að rithöfundar, sem annars voru um þær mundir klofnir í  tvær fylkingar, tóku höndum saman í baráttu fyrir tilkomu ritlaunasjóðs sem höfundar gætu sótt í til að vinna fyrirfram skilgreind verk, en faglega skipuð nefnd fjallaði síðan um umsóknirnar. Slíkur sjóður tók til starfa árið 1972 og varð tuttugu árum síðar, árið 1992, að módeli fyrir starfslaun listamanna þegar myndlistarmenn og tónskáld bættust í hópinn, ásamt listasjóði sem var ekki eyrnamerktur sérstakri listgrein. Lagt var upp með pott sem í voru 1200 mánaðarlaun sem áttu að taka mið af byrjunarlaunum menntaskólakennara. Leið svo heill áratugur án þess mánuðum væri fjölgað þrátt fyrir fjölgun þjóðarinnar og knýjandi þörf fyrir eðlilega og sjálfsagða nýliðun listamanna. Við svo búið mátti ekki standa og á aðalfundi BÍL í Borgarnesi í ársbyrjun árið 2007 var samþykkt ályktun þar sem þess var krafist að stöðnunin yrði rofin og sjóðurinn aukinn. Erindinu var fylgt eftir á samráðsfundi með menntamálaráðherra í mars það ár og þá um haustið, nánar tiltekið á 80 ára afmælisfagnaði BÍL, boðaði menntamálaráðherra í hátíðarræðu til fundar með fulltrúum listamanna um fjölgun og fyrirkomulag starfslauna. Fundurinn átti að fara fram þá um haustið, eða þann 9. október, en af honum varð aldrei – þremur dögum áður bað forsætisráðherra Guð að blessa Ísland og fundi var frestað um óákveðinn tíma.

Stjórnin féll og ný stjórn tók við sem ákvað, þrátt fyrir ískyggilegar horfur og þungbúinn þjóðfélagshimin, að standa við gefin fyrirheit. Á fundi nýs menntamálaráðherra með fulltrúum BÍL þann 7.janúar 2009  – sem stóð í heilar sjö klukkustundir – var nýtt fyrirkomulag starfslauna kynnt og samþykkt, sjóðum fjölgað úr þremur í sex og mánuðum fjölgað um 400 sem síðan skiptust á milli listgreina eftir samningaviðræður hlutaðeigenda sem gengu ekki þrautalaust fyrir sig.

Og enn eru liðin tíu ár, BÍL er orðið nírætt, og hlýtur að vera mál til komið að knýja á um nýja fjölgun. Til að réttlæta hana ætti ekki að þurfa önnur rök en fjölgun þjóðarinnar og listamanna í hlutfalli við hana. En til viðbótar koma breytingar sem orðið hafa og eru stöðugt að verða á landslagi listanna og aðstöðu listamanna. Þar er  gerólíku saman að jafna nú eða fyrir aldarfjórðungi þegar lögin um starfslaun voru fyrst sett. Til dæmis að taka hafa heilu meginlöndin á borð við hljómplötur og diska svo að segja gufað upp, upplög bóka hafa minnkað um helming og menn sækja í auknum mæli á netið efni sem áður var höfundarvarið. En á sama tíma hefur þörfin fyrir hugverk aldrei verið brýnni og þáttur hins opinbera hlýtur þar af leiðandi að vaxa að sama skapi.

Góðir félagar, stofnun BÍL fór ekki hátt á sínum tíma, þótt leitað sé með logandi ljósi í blöðum frá því fyrir níutíu árum sér þess hvergi stað að samtök okkar hafi verið stofnuð, sennilega ekki þótt fréttnæmt. Og stjórnmálamenn hafa löngum verið uppteknari af BÍLL, þ.e. bandalagi látinna listamanna, bæði hafa meðlimirnir þá sannað sig og eru mun léttari á fóðrum en þeir sem enn draga andann. Engu að síður er það svo að þegar við horfum aftur um níutíu ár eru það einmitt listamennirnir sem stóðu að stofnun BÍL sem standa á sviðinu, ég nefni af handahófi: rithöfundana Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxness, Kristínu Sigfúsdóttur, Þórberg Þórðarson og Davíð Stefánsson, myndlistarmennina Kjarval, Guðmund frá Miðdal, Kristínu Jónsdóttur, Ásgrím Jónsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Einar Jónsson, Jón Stefánson, Gunnlaugana Blöndal og Scheving, tónskáldin Jón Leifs og Pál Ísólfsson …

Íslenska fullveldið var þá tíu ára og frumherjarnir voru þess fullvissir að án blómlegrar menningar væri það orðin tóm. Hugmyndasmiðurinn og arkitektinn að stofnun BÍL, Jón Leifs tónskáld, líkti því við landvarnir og sagði að ef stjórnvöld veittu þó ekki væri nema broti af því sem aðrar þjóðir kostuðu til landvarna væri björninn unninn. Og einn úr þeirra hópi, Halldór Laxness, komst svo að orði:

„… Gildi þjóðar fer eftir menníngu hennar. Þjóð sem ekki þykist hafa efni á því að eiga menníngu á eingan tilverurrétt. Ef vér íslendíngar þykjumst ekki hafa efni á því að eiga menn sem setja fram merkilegar hugsanir á merkilegan hátt, þá eigum vér að fara burt úr þessu landi og það strax á morgun. Vér eigum að fara til Mexíkó eða eitthvað þángað.

Ef vér viljum ekki nota aðstöðu vora hér til þess að skapa menníngu, þá er ekki til neins fyrir okkur að vera hér, því að vér höfum hér einga köllun nema menníngarlega. Það er miklu betra að lifa einsog skepnur í Mexíkó heldur en hér, ef vér höfum ekki annað á stefnuskránni en lifa einsog skepnur.“ [1]

Þetta var fyrir níutíu árum þegar íslenskt samfélag var sannarlega fátækt og smátt, í dag er það eitt það ríkasta í víðri veröld og hefur úr auðlindum að spila á borð við sjávarfang, vatn, orku og ferðamannastraum.

Að endingu þetta: heimurinn horfist nú í augu við takmörk sín, öll ytri umsvif eiga fyrir höndum að skreppa saman, sá lífs- og neyslumáti sem enn viðgengst á eftir að þykja fáránlegur, glæpsamlegur jafnvel. Að sama skapi mun hið innra vaxa, innlöndin, sköpunin, upplifunin, tjáningin – vistsporið á eftir að grynnka, listsporið að dýpka.

[1] Erindi um menningarmál sem HKL hélt í nýstofnaðri útvarpsstöð í Reykjavík 3. júlí 1926 og birtist í Alþýðublaðinu 21. ágúst 1926 og ritgerðarsafninu Af menníngarástandi 1987, bls. 110-116.


Listamannalaun 2019

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2019 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknum skal skila í síðasta lagi mánudaginn
1. október 2018.

Úthlutað verður úr eftirfarandi sjóðum:
launasjóður hönnuða
launasjóður myndlistarmanna
launasjóður rithöfunda
launasjóður sviðslistafólks
launasjóður tónlistarflytjenda
launasjóður tónskálda

Umsóknir skiptast í eftirfarandi flokka:
? Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð.
? Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð.
? Starfslaun fyrir sviðslistahópa. Sviðslistahópaumsókn er felld inn í atvinnuleikhópaumsókn.

Umsóknareyðublöð og eyðublöð fyrir framvinduskýrslu ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn má finna á vefslóðinni www.listamannalaun.is. Nota þarf rafræn skilríki við umsóknina. Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu vegna síðustu úthlutunar hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

? Ferðastyrkir verða ekki veittir.
? Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum.

Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís, listamannalaun@rannis.is

LL_logo_white_screen


Listamannalaun 2018

Auglýst eru til umsóknar starfslaun úr launasjóði rithöfunda sem úthlutað verður árið 2018 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009.  Umsókn um starfslaun, lög og reglugerðir eru á vefslóðinni www.listamannalaun.is. Nota þarf íslykil / rafræn skilríki við umsóknina.

Umsóknarfrestur rennur út 2. október 2017 kl. 16:00.

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar að framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

 • Ferðastyrkir verða ekki veittir.
 • Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum í gegnum umsóknarkerfið.

Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís, senda póst.

Lesa meira.


Listamannalaun 2017 – umsóknarfrestur 30. september kl. 17

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2017 í samræmi við  ákvæði laga nr. 57/2009.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september, kl. 17.00.

 • launasjóður hönnuða
 • launasjóður myndlistarmanna
 • launasjóður rithöfunda
 • launasjóður sviðslistafólks
 • launasjóður tónlistarflytjenda
 • launasjóður tónskálda

Umsóknir skiptast í eftirfarandi flokka:

 • Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð
 • Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð
 • Starfslaun fyrir sviðslistahópa – athugið að sú breyting hefur verið gerð að sviðslistahópaumsókn er felld inn í atvinnuleikhópaumsókn

Umsókn um starfslaun, lög og reglugerðir eru á vefslóðinni  www.listamannalaun.is Nota þarf íslykil / rafræn skilríki við umsóknina.

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

Breytingar frá stjórn:

 • Ferðastyrkir verða ekki veittir
 • Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum í gegnum umsóknarkerfið

Nánari upplýsingar:

listamannalaun@rannis.is

www.rannis.is/sjodir/menning-listir/starfslaun-listamanna/


Félagsfundur 31. mars

Félagsfundur RSÍ verður haldinn fimmtudaginn 31. mars kl. 20.00 að Dyngjuvegi 8.

Stjórn Bandalags íslenskra listamanna hefur beint því til aðildarfélaga sinna að farið verði að ábendingum starfshóps sem BÍL setti á laggirnar í janúar 2016 til að yfirfara verklag aðildarfélaga við tilnefningar í úthlutunarnefndir listamannalauna. Þannig yfirfari stjórnir  félaganna verklag sitt og taki afstöðu til þess hvort tilnefningar í úthlutunarnefndir skuli vera  á hendi stjórna félaganna eða hvort skipuð verði sérstök uppstillingarnefnd sem fái það  hlutverk að gera tillögur að fulltrúum í viðkomandi úthlutunarnefnd. Aðferðin við  tilnefningarnar hljóti staðfestingu á félagsfundi.

 

Dagskrá fundar:

1. Fyrirkomulag tilnefninga í úthlutunarnefnd
2. Önnur mál