Search
Close this search box.

Höfundamiðstöð RSÍ auglýsir eftir bókmenntadagskrám til þátttöku í Skáld í skólum 2018

Árlega býður Höfundamiðstöð RSÍ grunnskólum um land allt upp á bókmenntadagskrár undir heitinu Skáld í skólum þar sem rithöfundar hitta nemendur á aldrinum 6-16 ára til að fjalla um bókmenntir. Skáld í skólum er ómissandi þáttur í kynningu nútímabókmennta í grunnskólum landsins en yfir 60 mismunandi dagskrár hafa orðið til innan vébanda verkefnisins frá því það hóf göngu sína 2006. Dagskrárnar sem boðið er upp á í Skáld í skólum eru metnaðarfullar og spennandi; rithöfundar koma í heimsókn til að fjalla um bækur og lestur, sköpun og skrif, ævintýri sögupersóna jafnt sem skapara þeirra og síðast en ekki síst til að smita nemendur og kennara af ólæknandi lestrargleði!

Höfundamiðstöð RSÍ auglýsir nú eftir bókmenntadagskrám til þátttöku í Skáld í skólum 2018 en sótt er um á heimasíðu RSÍ og er umsóknarfrestur t.o.m. 30 apríl.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email