Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland

Skáld í skólum – umsókn

Höfundamiðstöð RSÍ auglýsir eftir bókmenntadagskrám til þátttöku í Skáld í skólum 2018

Árlega býður Höfundamiðstöð RSÍ grunnskólum um land allt upp á bókmenntadagskrár undir heitinu Skáld í skólum þar sem rithöfundar hitta nemendur á aldrinum 6-16 ára til að fjalla um bókmenntir. Skáld í skólum er ómissandi þáttur í kynningu nútímabókmennta í grunnskólum landsins en yfir 60 mismunandi dagskrár hafa orðið til innan vébanda verkefnisins frá því það hóf göngu sína 2006. Dagskrárnar sem boðið er upp á í Skáld í skólum eru metnaðarfullar og spennandi; rithöfundar koma í heimsókn til að fjalla um bækur og lestur, sköpun og skrif, ævintýri sögupersóna jafnt sem skapara þeirra og síðast en ekki síst til að smita nemendur og kennara af ólæknandi lestrargleði.

Dagskráin skal samin og flutt af tveimur rithöfundum saman, vera 40 mínútur að lengd (ein kennslustund) og henta fyrir yngsta stig, miðstig eða unglingastig. Dagskrár þurfa að vera tilbúnar til flutnings í byrjun október en Skáld í skólum 2018 fer fram 15. október til 16. nóvember.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 30. apríl.

Þeim sem vilja kynna sér verkefnið betur eða fá innblástur að hrífandi lýsingu er bent á að skoða eldri dagskrár.

Sækja um í Skáld í skólum 2018: