Search
Close this search box.

Fríða Ísberg hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Forseti Íslands afhenti Íslensku bjartsýnisverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 2. janúar 2022. Í ár voru þau veitt Fríðu Ísberg, ljóðskáldi og rithöfundi. Upptöku af athöfninni má sjá á facebook síðu forseta. Fríða hefur unnið við ritlist lengi þrátt fyrir ungan aldur og hlotið ýmsar viðurkenningar. Hún hefur skrifað útvarpsleikrit, ljóðabálk fyrir norska ljóðahátíð, verið leiðbeinandi, ritstjóri […]

Gerður Kristný hlýtur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Forseti Íslands sæmdi Gerði Kristnýju heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskra bókmennta við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 1. janúar 2022. Rithöfundasamband Íslands óskar Gerði Kristnýju til hamingju með viðurkenninguna!

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2021

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynntar þann 15. des. sl. Að verðlaununum stendur Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Þau eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar. Sjö bækur eru tilnefndar að þessu sinni, en […]

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021 voru kynntar 1. desember sl. á Kjarvalsstöðum. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021 verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar 2022 af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Formenn dómnefndanna þriggja, Andri Yrkill Valsson, Hanna Steinunn Þorleifsdóttir og Ragna Gestsdóttir munu koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni, Gísla Sigurðssyni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Verðlaunaupphæðin […]