Search
Close this search box.

Dvalarsetur í La Rochelle 2023 fyrir spennusagnahöfund

Auglýst er eftir umsóknum spennusagnahöfunda um dvöl í dvalarsetrinu Centre Intermondes í einn mánuð í maí 2023. Umsóknir skulu vera á ensku.

Lágmarksdvalartími er þrjár vikur. Innifalið í styrknum er dvöl, ferðastyrkur til og frá Íslandi og dagpeningar. Höfundur tekur þátt í einni vinnustofu og heldur eitt erindi meðan á dvölinni stendur. Gjaldgengar eru umsóknir frá öllum spennusagnahöfundum sem eru félagsmenn í RSÍ. Frönskukunnátta er ekki skilyrði.

Fylla skal út umsóknareyðublað á hér að neðan. Með umsóknum skal fylgja:

  • Ferilskrá höfundar (á ensku).
  • Kynningarbréf þar sem höfundur tiltekur ástæður fyrir dvölinni (á ensku).
  • Kynning á verkinu sem höfundur vinnur að í dvöl sinni (á ensku).

Öll viðhengi skal senda í tölvupósti á netfangið umsoknir@rsi.is.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur og er t.o.m. 7. desember 2022.

Nefnd á vegum RSÍ og Centre Intermondes-Maison des écritures de la Rochelle velur úr hópi umsækjenda. Umsóknum verður svarað fyrir 21. desember.

Dvölin er samstarfsverkefni Rithöfundasambands Íslands (RSÍ), Centre Intermondes de la Rochelle, la Maison des écritures de la Rochelle og unnin í samstarfi við Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavik.

Centre Intermondes is an international space of artistic residency dedicated to contemporary creation in all its forms (plastic, digital, musical, literary …). The Centre Intermondes seeks to encourage and develop international exchanges, with the aim of facilitating contemporary creativity in all forms of artistic expression, and thus to build bridges between cultures to the mutual enrichment of all. A privileged space for debates and meetings, it connects the resident artists with the various cultural and educational actors in La Rochelle and in the Nouvelle-Aquitaine Region, in order to build joint projects and present their creation to various audiences.

La Maison des Ecritures (The House of Scriptures) is an international artistic residency space dedicated to contemporary written creation in all its forms (from script to choreography, including literature, comics, heritage, poetry, digital etc.). Space of residency, for research, for meetings between artists and confrontation between different visions of the world, La Maison des Ecritures is now located at the Villa Fort Louis in the Parc Frank Delmas in La Rochelle, facing the ocean. It is open and accessible to the public. Workshops, courses, readings, exhibitions, conferences, and other events are organized there throughout the year.

Umsóknareyðublað