Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur fer til La Rochelle

Rithöfundasamband Íslands, sendiráð Frakklands á Íslandi og Alliance Française íReykjavík ásamt Maison des écritures de la Rochelle í Frakklandi skipuleggja nú í fjórðasinn rithöfundaskipti milli Reykjavíkur og La Rochellle í Frakklandi. Fyrsta árið var tileinkað myndasöguhöfundum, annað árið barnabókahöfundum og þaðþriðja spennusagnahöfundum. Í ár var umsóknin ekki einskorðuð við einabókmenntagrein og öllum rithöfundum frjálst að sækja […]

Ferðastyrkir félagsmanna – opið fyrir umsóknir

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Hægt er að sækja um fyrir ferðum sem þegar hafa verið farnar ef sótt er […]

Opið fyrir sumarbókanir í Norðurbæ og Sléttaleiti

Opnað hefur verið fyrir sumarbókanir í vinnuhús RSÍ. Húsin eru í vikuleigu í tólf vikur yfir sumarið, frá föstudegi til föstudags, 31. maí – 23. ágúst Vikan kostar 15.000 kr. BÓKA NORÐURBÆ Í SUMAR BÓKA SLÉTTALEITI Í SUMAR Athugið að ekki er úthlutað skv. umsóknum heldur fá þeir sem fyrstir bóka.

Matthías Johannessen skáld og heiðursfélagi RSÍ látinn

Matthías Johannessen, skáld, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, lést á líknardeild Landspítalans 11. mars. Hann var 94 ára að aldri, fæddur í Reykjavík 3. janúar 1930. Matthías lauk Cand. -mag.-prófi í norrænum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1955, með íslenskar bókmenntir sem aðalgrein. Hann lagði stund á almenna bókmenntasögu og leiklistarfræði í Kaupmannahöfn um tíma […]

Opnað fyrir sumarbókanir í Norðurbæ og Sléttaleiti fimmtudaginn 14. mars

Opnað verður fyrir sumarbókanir í vinnuhús RSÍ, Norðurbæ og Sléttaleiti fimmtudaginn 14. mars. Húsin eru í vikuleigu í tólf vikur yfir sumarið, frá föstudegi til föstudags, 31. maí – 23. ágúst. Vikan kostar 15.000 kr. Bókað er á rafrænu eyðublaði sem opnað verður á heimasíðu RSÍ frá kl. 10 þann 14. mars. Á heimasíðunni má finna dagatal með yfirliti […]

Fjöruverðlaunin 2024

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna og kvára, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 7. mars 2024. Kristín Ómarsdóttir hlaut verðlaun í flokki fagurbókmennta fyrir Móðurást: Oddný Í rökstuðningi dómnefndar segir: Í Móðurást: Oddný segir Kristín skáldaða sögu langömmu sinnar, Oddnýjar Þorleifsdóttur. Hún elst upp í stórum systkinahópi í uppsveitum Árnessýslu á seinni hluta nítjándu aldar og er sagan sögð […]

Ólafur Gestur Arnalds hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis

Verðlaun Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2023 hlýtur Ólafur Gestur Arnalds, prófessor emeritus við Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrir rit sitt Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni, þriðjudaginn 6. mars. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis […]

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Anna María Bogadóttir og Kristín Eiríksdóttir eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024.   Rökstuðningur Anna María Bogadóttir Jarðsetning, skáldævisaga. Angústúra, 2022. Hvernig mótar umhverfið okkur sem manneskjur? Hvernig er best að vinda ofan af þeirri hugmynd að uppsprettur jarðar séu ótæmandi? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem Anna María Bogadóttir arkitekt spyr í bókverkinu Jarðsetningu. Bókin […]

Hild­ur Hermóðsdótt­ir látin

Hild­ur Hermóðsdótt­ir, rithöfundur, þýðandi og bóka­út­gef­andi lést 19. febrúar s.l. Hildur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum og síðar við Kennaraskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist árið 1972. Hún lauk svo gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1980 með sögu og íslensku sem aukagreinar. Hildur starfaði sem lengi sem grunnskólakennari, auk þess að vinna […]