Enginn hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör

Upp­lýst var á ljóðahátíðinni í Kópavogi í gær að eng­inn hlyti ljóðstaf Jóns úr Vör að þessu sinni, en þetta er í annað sinn í fjór­tán ára sögu ljóðasam­keppn­inn­ar sem dóm­nefnd ákveður að ekk­ert inn­sendra ljóða hljóti fyrstu verðlaun en þau voru um 180. Í rök­stuðningi dóm­nefnd­ar, sem skipuð er þeim Gunnþór­unni Guðmunds­dótt­ur, pró­fess­or í al­mennri bók­mennta­fræði, […]

Fjöruverðlaunin 2015

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða 21. janúar 2015. Verðlaunin hlutu: Í flokki fagurbókmennta: Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett eftir Elísabetu Jökulsdóttur Í flokki barna- og unglingabókmennta: Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Ofbeldi á heimili – Með augum barna. Ritstjóri Guðrún Kristinsdóttir Þetta í níunda […]

Jensenshús

Jensenshús Tungustíg 3 Eskifirði, dvalarstaður lista- og fræðimanna, er elsta uppistandandi íbúðarhús á Eskifirði reist 1837. Húsið er nýuppgert í upprunalegri mynd á fallegum og rólegum stað í hjarta bæjarins. Húsið er ætlað lista og fræðimönnum allt árið um kring. Ekki er gert ráð fyrir að gestir Jensenshúss greiði fyrir aðstöðuna en hins vegar er ætlast til […]

Andlát

Eggert Þór Bern­h­arðsson, sagn­fræðing­ur og rit­höf­und­ur, varð bráðkvadd­ur á heim­ili sínu á gaml­árs­dag. Eggert var 56 ára gam­all þegar hann lést. Hann fædd­ist í Reykja­vík 2. júní 1958. Eggert sló í gegn í flóði síðustu jóla með bók­inni Sveit­in í sál­inni. Bú­skap­ur í Reykja­vík og mynd­un borg­ar. Önnur stór­virki hans eru Und­ir báru­járns­boga. Bragga­líf í Reykja­vík 1940-1970 […]

Fálkaorða

Silja Aðalsteinsdóttir var í hópi þeirra sem fengu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar s.l. Silja fær riddarakross fyrir framlag til íslenskrar menningar og bókmennta.

Rithöfundaviðurkenning Ríkisútvarpsins

Hrafnhildur Hagalín hlaut  viðurkenningu úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og 500 þúsund krónur. Hún er höfundur leikverka á borð við „Ég er meistarinn“, „Hægan, Elektra“ og „Sek“. Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, sagði við veitingu viðurkenningarinnar, að Hrafnhildur hafi öðru fremur helgað sig leikritun. Í ávarpi við verðlaunaafhendinguna, lagði Hrafnhildur áherslu á mikilvægi þess að standa vörð um menningarstofnanir og […]

Gleðilegt ár!

Rithöfundasamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs og friðar.