Search
Close this search box.

Jensenshus

Jensenshús Tungustíg 3 Eskifirði, dvalarstaður lista- og fræðimanna, er elsta uppistandandi íbúðarhús á Eskifirði reist 1837. Húsið er nýuppgert í upprunalegri mynd á fallegum og rólegum stað í hjarta bæjarins.

Húsið er ætlað lista og fræðimönnum allt árið um kring. Ekki er gert ráð fyrir að gestir Jensenshúss greiði fyrir aðstöðuna en hins vegar er ætlast til að þeir komi á einhvern hátt á framfæri í Fjarðabyggð list sinni eða þeim verkum sem þeir eru að vinna að.

Það getur verið í formi sýningar, tónleikahalds, fyrirlestri eða með þeim hætti sem hentar hverju sinni.

Verkefni sem efla menningu í Fjarðabyggð munu njóta forgangs í umsóknarferlinu en litið er til fleiri þátta við úthlutun hússins. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má finna á vef Fjarðabyggðar.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email