Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Bækurnar Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson og Skessukatlar eftir Þorstein frá Hamri eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár sem framlag Íslands. Tilkynnt var um tilnefningarnar í morgun. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin við athöfn í Reykjavík 27. október. Sigurvegarinn fær 350 þúsund danskar krónur. Tilnefningar: Danmörk Pia Juul: Avuncular. Onkelagtige tekster. […]

Magnea frá Kleifum látin

Magnea Magnúsdóttir frá Kleifum rithöfundur lést 17. febrúar s.l. 84 ára að aldri. Rithöfundasamband Íslands þakkar Magneu samfylgdina og sendir fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Magnea (Magnúsdóttir) frá Kleifum fæddist í Strandasýslu 18. apríl 1930. Hún hlaut átta mánaða barnaskólamenntun, var einn vetur í unglingaskóla og einn vetur í húsmæðraskóla. Hún var húsmóðir og bóndi auk ritstarfa. […]

Kjarvalsstofa í París

Kjarvalsstofa í París er stúdíóíbúð – vinnuaðstaða, sem ætluð er til dvalar fyrir listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, mennta- og menningar- málaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands og er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur […]

Starf kennt við Jónas Hallgrímsson

Rit­höf­und­ur­inn og þýðand­inn Sig­urður Páls­son verður fyrst­ur til að gegna starfi við hug­vís­inda­svið Há­skóla Íslands sem kennt er við Jón­as Hall­gríms­son, eitt ást­sæl­asta ljóðskáld Íslend­inga. Starfið er ætlað rit­höf­und­um til að vinna með rit­list­ar­nem­um í eitt eða tvö miss­eri í senn. Til­gang­ur­inn með stöðunni er að heiðra minn­ingu Jónas­ar Hall­gríms­son­ar og að efla rit­list­ar­nám við […]

Ásgeir Hannes Eiríksson látinn

Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrverandi alþingismaður og rithöfundur, andaðist á Landakotsspítala 14. febrúar sl. 67 ára að aldri. Ásgeir Hannes var í stjórn vináttufélags Íslands og Litháen 1992 til 1994. Hann var virkur pistlahöfundur og skrifaði reglulega greinar í dögblöð. Þá gaf hann úr þrjár bækur, Það er allt hægt, Ein með öllu og Sögur úr […]

Tilnefnt til viðurkenninga Hagþenkis

Viður­kenn­ingaráð, skipað fimm fé­lags­mönn­um af ólík­um fræðasviðum til tveggja ára í senn, hef­ur til­nefnt tíu rit­höf­unda og rit til viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is 2014. Verðlauna­upp­hæðin nem­ur einni millj­ón króna. Viður­kenn­ing Hagþenk­is 2014 verður veitt við hátíðlega at­höfn í Þjóðar­bók­hlöðunni í byrj­un mars. Eft­ir­far­andi höf­und­ar og rit eru til­efnd í ár: Ágúst Ein­ars­son Hagræn áhrif rit­list­ar. Há­skól­inn á […]

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Í dag afhenti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 við athöfn á Bessastöðum. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum: Ófeigur Sigurðsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Öræfi, Bryndís Björgvinsdóttir hlaut verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Hafnfirðingabrandarann og í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis var það Snorri Baldursson sem […]

Nýskráningar í Bókasafnssjóð

Úthlutun vegna afnota á bókasöfnum. Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008. Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar […]

Enginn hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör

Upp­lýst var á ljóðahátíðinni í Kópavogi í gær að eng­inn hlyti ljóðstaf Jóns úr Vör að þessu sinni, en þetta er í annað sinn í fjór­tán ára sögu ljóðasam­keppn­inn­ar sem dóm­nefnd ákveður að ekk­ert inn­sendra ljóða hljóti fyrstu verðlaun en þau voru um 180. Í rök­stuðningi dóm­nefnd­ar, sem skipuð er þeim Gunnþór­unni Guðmunds­dótt­ur, pró­fess­or í al­mennri bók­mennta­fræði, […]

Fjöruverðlaunin 2015

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða 21. janúar 2015. Verðlaunin hlutu: Í flokki fagurbókmennta: Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett eftir Elísabetu Jökulsdóttur Í flokki barna- og unglingabókmennta: Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Ofbeldi á heimili – Með augum barna. Ritstjóri Guðrún Kristinsdóttir Þetta í níunda […]