Search
Close this search box.

Magnea frá Kleifum látin

magneafrakleifumMagnea Magnúsdóttir frá Kleifum rithöfundur lést 17. febrúar s.l. 84 ára að aldri.

Rithöfundasamband Íslands þakkar Magneu samfylgdina og sendir fjölskyldu hennar samúðarkveðjur.

Magnea (Magnúsdóttir) frá Kleifum fæddist í Strandasýslu 18. apríl 1930. Hún hlaut átta mánaða barnaskólamenntun, var einn vetur í unglingaskóla og einn vetur í húsmæðraskóla. Hún var húsmóðir og bóndi auk ritstarfa.

Áður en hún tók að skrifa fyrir börn og unglinga gaf hún út nokkrar bækur fyrir fullorðna en fyrsta barnabók hennar, Hanna María, kom út árið 1966. Í kjölfarið fylgdu fleiri bækur um Hönnu Maríu og síðan aðrir bókaflokkar ætlaðir börnum og unglingum. Bækur hennar um stúlkuna Sossu hafa hlotið verðskuldaða athygli en í þeim veitir hún lesendum innsýn í líf sveitastúlku í afskekktri sveit snemma á síðustu öld. Magnea hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir bækurnar um Sossu, meðal annars Barnabókaverðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur fyrir tvær þeirra og einnig hafa þær verið tilnefndar til H.C. Andersen barnabókaverðlaunanna.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email