Search
Close this search box.

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Isl-bokmenntaverdl-LogoÍ dag afhenti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 við athöfn á Bessastöðum. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum: Ófeigur Sigurðsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Öræfi, Bryndís Björgvinsdóttir hlaut verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Hafnfirðingabrandarann og í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis var það Snorri Baldursson sem hlaut verðlaunin fyrir bók sína Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Verðlaunahafarnir fengu einnig afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripi, hannaða af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email