Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi haustið 2018

Líkt og undanfarin ár verða höfundakvöld í Gunnarshúsi í október og fram í byrjun desember. Kvöldin eru með ýmsu sniði enda sníða þátttakendur þau eftir sínu höfði. Hver viðburður verður auglýstur sérstaklega þegar nær dregur en hér er birt dagskrá kvöldanna, með fyrirvara um breytingar. Fimmtudaginn 18. október, kl. 20.00  – Júlía Margrét – Einar […]

Samningur og viðaukar samþykkti

Atkvæðagreiðslu um breyttan útgáfusamning og viðauka við hann vegna hljóðbóka og rafbóka sem þegar hafa verið gefnar út lauk 13. september s.l. Samningurinn og viðaukarnir voru samþykktir með tæplega 90% greiddra atkvæða.

Ferðastyrkir – opið fyrir umsóknir

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið.  Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er t.o.m. 3. október 2018 nk.

Atkvæðagreiðsla um útgáfusamning og viðauka

Til félagsmanna! Stjórn Rithöfundasambandsins hefur gert samkomulag við Félag íslenskra bókaútgefenda um tvo viðauka við útgáfusamninginn vegna hljóðbóka og rafbóka sem þegar hafa verið gefnar út og breytingar á útgáfusamningnum sjálfum vegna verka sem útgefin verða héðan í frá. Viðaukarnir og breyttur útgáfusamningur eru nú bornir upp til afgreiðslu og samþykktar félagsmanna. Frestur til að […]

Skáld í skólum 2018

Það gleður Höfundamiðstöð RSÍ að kynna dagskrána fyrir Skáld í skólum 2018! Haustið 2018 bjóða 10 skáld frá Höfundamiðstöð RSÍ nemendum og kennurum í grunnskólunum landsins með sér í leiðangur um veiðilendur ævintýranna í leit að álfum, draugum, dvergum, ninjum, ofurhetjum og undarlegum forynjum. Höfundarnir frá Skáldum í skólum mæta með agnarsmátt hugmyndafræ sem þeir gróðursetja og láta […]

Látinn félagi.

Guðjón Sveinsson skáld og rithöfundur lést á Landspítala Fossvogi þann 21. ágúst s.l. Hann var fæddur að Þverhamri í Breiðdal, S-Múlasýslu 25. maí 1937. Guðjón lauk landsprófi frá Alþýðuskólanum á Eiðum 1955 og Hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1961. Guðjón fékkst við ýmis störf í gegnum tíðina, starfaði sem sjómaður, stýrimaður, kennari, afgreiðslumaður, […]

Jakobínuvaka 2018

Í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Jakobínu Sigurðardóttur verður haldin Jakobínuvaka í Iðnó laugardaginn 25. ágúst 2018 kl. 15:00. Flutt verða erindi um Jakobínu, lesið upp úr verkum hennar og flutt tónlist við ljóð hennar. Sjá einnig viðburð á Facebook. Dagskrá Setning: Rithöfundasamband Íslands Erindi: Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur:  Þessi blessaða þjóð. Um […]

Viltu verða verðlaunahöfundur?

Rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu í fyrra til sérstakra glæpasagnaverðlauna sem nefnast Svartfuglinn í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Eva Björg Ægisdóttir hlaut verðlaunin í ár fyrir sögu sína Marrið í stiganum sem kom út í apríl. Bókin fór strax í efsta sæti á mestölulista Eymundsson og hefur verið á metsölulistanum síðan. Verðlaunin […]

Breytingar á útgáfusamningi

Stjórn Rithöfundasambandsins hefur gert samkomulag við Félag íslenskra bókaútgefenda um tvo viðauka við útgáfusamninginn vegna hljóðbóka sem þegar hafa verið gefnar út, og breytingar á útgáfusamningnum sjálfum vegna verka sem útgefin verða héðan í frá. Höfundar geta í samningum við útgefendur valið hvor þeir vilji að verkum þeirra verði miðlað/dreift í gegnum áskriftarveitur eða ekki: […]