Search
Close this search box.

Látinn félagi.

GSminning2Guðjón Sveinsson skáld og rithöfundur lést á Landspítala Fossvogi þann 21. ágúst s.l. Hann var fæddur að Þverhamri í Breiðdal, S-Múlasýslu 25. maí 1937. Guðjón lauk landsprófi frá Alþýðuskólanum á Eiðum 1955 og Hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1961. Guðjón fékkst við ýmis störf í gegnum tíðina, starfaði sem sjómaður, stýrimaður, kennari, afgreiðslumaður, skrifstofumaður, stundaði búskap og var virkur í trúnaðar- og félagsstörfum.

Guðjón skrifað bækur fyrir börn og unglinga, orti ljóð, skrifað ritgerðir og lét að sér kveða í þjóðmálaumræðunni með skrifum í blöð og tímarit. Ljóð hans og smásögur hafa einnig birst á þeim vettvangi. Fyrsta barna- og unglingabók Guðjóns, Njósnir að næturþeli, kom út 1967. Hann hlaut fyrstu verðlaun í smásagnakeppni Félags íslenskra móðurmálskennara fyrir söguna Morgundögg árið 1981. Síðasta ljóðabók Guðjóns Þegar skó af skönkum dreg – við skapadóm kom út 2017.

Rithöfundasamband Íslands þakkar Guðjóni samfylgdina og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email