Search
Close this search box.

Atkvæðagreiðsla um útgáfusamning og viðauka

Til félagsmanna!

Stjórn Rithöfundasambandsins hefur gert samkomulag við Félag íslenskra bókaútgefenda um tvo viðauka við útgáfusamninginn vegna hljóðbóka og rafbóka sem þegar hafa verið gefnar út og breytingar á útgáfusamningnum sjálfum vegna verka sem útgefin verða héðan í frá.

Viðaukarnir og breyttur útgáfusamningur eru nú bornir upp til afgreiðslu og samþykktar félagsmanna. Frestur til að greiða atkvæði rennur út fimmtudaginn 13. september kl. 14.00.

Félagsmenn hafa fengið tölvupóst með hlekk á kosninguna.

Á heimasíðu RSÍ má sjá nýjan útgáfusamning með breytingum, viðauka við útgáfusamning um hljóðbóka- og/eða rafbókarétt í eintakasölu og viðauka við útgáfusamning um hljóðbóka- og/eða rafbókarétt í eintakasölu OG með áskriftarfyrirkomulagi sem nú er kosið um.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email