Jón R. Hjálmarsson látinn

Jón R. Hjálmarsson, rithöfundur og fyrrverandi fræðslustjóri, lést í Reykjavík síðastliðinn laugardag, 96 ára að aldri. Hann fæddist 28. mars 1922. Jón lauk búfræðiprófi frá Hólum 1942, stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1948, cand. mag.-prófi í ensku, þýsku og sögu frá Óslóarháskóla 1952 og cand. philol.-prófi í sagnfræði frá sama skóla árið 1954. Eftir nám […]
Innanfélagskrónika

Kæru félagar. Eins og gjarnan gerist á þessum árstíma er Gunnarshús þessar vikurnar vettvangur höfundakvölda, þar sem lesið er úr nýjum verkum og fólk hópast að til að hlýða á og blanda geði. Þessi siður er orðinn ómissandi þáttur í félagslífi rithöfunda og einnig dýrmæt viðbót við þau hátíðahöld sem útkoma nýrrar bókar kallar jafnan […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 13. nóvember, kl. 20.00

Fjórir höfundar ljúka stormasamri upplestrarferð um Dali og Strandir með lestri úr nýjum bókum sínum í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Allir eru hjartanlega velkomnir. Auður Ava Ólafsdóttir: Ungfrú Ísland, skáldsaga Bergsveinn Birgisson: Lifandilífslækur, skáldsaga Bjarni Bjarnason: Læknishúsið, skáldsaga Sigurbjörg Þrastardóttir: Hryggdýr, ljóðabók Leynispyrill fleygir fáeinum spurningum fyrir höfundana, en aðallega verður lesið úr bókunum fjórum og […]
Sigurður Svavarsson minning

Í dag er jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mætur félagi úr bókaútgáfu, Sigurður Svavarsson. Siggi var lífsglaður fagurkeri, ljúf og hlý manneskja með stóra faðminn og næman skilning á bókmenntunum. Hann kvaddi svo snemma og snögglega og það er skarð fyrir skildi meðal bókaútgefenda. ,,Og svo færðu borgað fyrir að gera það sem þér finnst skemmtilegast, “sagði hann […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 8. nóvember.

Auður Ava fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Ör

Tilkynnt var um verðlaunin á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Ósló í Noregi. Skáldsagan Ör segir frá Jónasi Ebeneser, 49 ára fráskildum, valdalausum og gagnkynhneigðum karlmanni. Jónas sér fátt framundan í lífi sínu annað en að binda enda á það. Af tillitssemi við sína nánustu, einkum einkadótturina Guðrúnu Vatnalilju, ákveður hann að fara úr landi til að fullkomna ákvörðun sína […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 1. nóvember

Fjórir blaðamenn lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Bergrún Írís Sævarsdóttir kynnir bók sína : Langelstur í leynifélaginu. Guðrún Guðlaugsdóttir les úr sakamálasögunni :Erfðaskráin. Páll Benediktsson les úr bók sinni : Kópur – Mjási, Birna og ég. Sigurður Hreiðar les úr bók sinni : Meðan ég man – leiftur frá liðinni tíð. Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 20.00 í Gunnarshúsi, […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 31. október

AÐ LJÓÐI MUNT ÞÚ VERÐA Ný ljóðabók eftir Steinunni Sigurðardóttur verður kynnt á höfundarkvöldi í Gunnarshúsi 31. október kl 20.00. Fríða Ísberg, Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir lesa og spjalla, ásamt höfundi. Allir velkomnir!
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 25. október

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019. Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 2. janúar til 17. desember 2019. Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss: jonshus.dk (fræðimannsíbúð). Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en […]