Search
Close this search box.

Sigurður Svavarsson minning

Í dag er jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mætur félagi úr bókaútgáfu, Sigurður Svavarsson. Siggi var lífsglaður fagurkeri, ljúf og hlý manneskja með stóra faðminn og næman skilning á bókmenntunum. Hann kvaddi svo snemma og snögglega og það er skarð fyrir skildi meðal bókaútgefenda. ,,Og svo færðu borgað fyrir að gera það sem þér finnst skemmtilegast, “sagði hann […]

Auður Ava fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Ör

Tilkynnt var um verðlaunin á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Ósló í Noregi. Skáldsagan Ör segir frá Jónasi Ebeneser, 49 ára fráskildum, valdalausum og gagnkynhneigðum karlmanni. Jónas sér fátt framundan í lífi sínu annað en að binda enda á það. Af tillitssemi við sína nánustu, einkum einkadótturina Guðrúnu Vatnalilju, ákveður hann að fara úr landi til að fullkomna ákvörðun sína […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi 1. nóvember

Fjórir blaðamenn lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Bergrún Írís Sævarsdóttir kynnir bók sína : Langelstur í leynifélaginu. Guðrún Guðlaugsdóttir les úr sakamálasögunni :Erfðaskráin. Páll Benediktsson les úr bók sinni : Kópur – Mjási, Birna og ég. Sigurður Hreiðar les úr bók sinni : Meðan ég man – leiftur frá liðinni tíð. Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 20.00 í Gunnarshúsi, […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi 31. október

AÐ LJÓÐI MUNT ÞÚ VERÐA  Ný ljóðabók eftir Steinunni Sigurðardóttur verður kynnt á höfundarkvöldi í Gunnarshúsi 31. október kl 20.00. Fríða Ísberg, Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir lesa og spjalla, ásamt höfundi.  Allir velkomnir!

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn

Umsóknir um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2019. Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 2. janúar til 17. desember 2019. Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss: jonshus.dk (fræðimannsíbúð). Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en […]

Ljóðstafur Jóns úr Vör

Lista- og menningarráð Kópavogs efnir í átjánda sinn til ljóðasamkeppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Ljóðunum skal skilað í fjórum eintökum undir dulnefni ekki síðar en 7. desember. Með hverju ljóði þarf að fylgja lokað umslag merkt dulnefninu sem inniheldur upplýsingar um nafn, símanúmer og netfang skáldsins. Einungis umslög sem tilheyra vinnings- og viðurkenningarljóðum verða […]

Fræðslukvöld um bókhald og skattaskil

Þriðjudagskvöldið 23. október n.k. verður fræðslukvöld um bókhald og skattskil rithöfunda í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, kl. 19:30 – 21:00. Inga Jóna Óskarsdóttir viðurkenndur bókari stýrir fræðslunni. Bókhald og pappírinn í umhverfi þeirra sem stunda skapandi skrif : Er pappírinn að flækjast fyrir þér – er eitthvað sem ég þarf að vita meira um? Ertu verktaki? […]

Haukur Ingvarsson hlýtur b???ókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2018

Haukur Ingvarsson, rithöfundur og ljóðskáld, að lokinni afhendingu ásamt Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, starfandi borgarstjóra, Þórarni Eldjárn, sem átti sæti í dómnefnd og Úlfhildi Dagsdóttur, formanni dómnefndar. Haukur Ingvarsson er fæddur árið 1979. Hann lauk meistaraprófi í íslenskum bókmenntum árið 2005 og hefur síðan fengist við ritstörf og dagskrárgerð í útvarpi. Hann leggur nú stund á […]