Search
Close this search box.

Auður Ava fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Ör

aua

Tilkynnt var um verðlaunin á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Ósló í Noregi.

Skáldsagan Ör segir frá Jónasi Ebeneser, 49 ára fráskildum, valdalausum og gagnkynhneigðum karlmanni. Jónas sér fátt framundan í lífi sínu annað en að binda enda á það. Af tillitssemi við sína nánustu, einkum einkadótturina Guðrúnu Vatnalilju, ákveður hann að fara úr landi til að fullkomna ákvörðun sína og hann tekur með sér borvél.

Áður hefur Norðurlandaráð verðlaunað Ólaf Jóhann Sigurðsson (1976), Snorra Hjartarson (1981), Thor Vilhjámsson (1988), Fríðu Á. Sigurðardóttur (1992), Einar Má Guðmundsson (1995), Sjón (2005) og Gyrði Elíasson (2011).

Ör er fimmta skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur. Hún er listfræðingur að mennt. Árið 1998 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, Upphækkuð jörð. Bókin þótti óvenjuleg bæði hvað varðar efni og efnistök. Önnur skáldsaga hennar, Rigning í nóvember, leit dagsins ljós sex árum síðar. Hún vakti mikla athygli fyrir sína þriðju, Afleggjarann, sem kom út árið 2007.

Auður hefur bæði skrifað leikrit og sent frá sér eina ljóðabók auk þess sem hún hefur skrifað söngtexta fyrir hljómsveitina Milky Whale. Bækur Auðar hafa einnig verið gefnar út í öðrum löndum og hafa átt góðu gengi að fagna, einkum á Ítalíu, Spáni og í Frakklandi.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email