Aðventa lesin í Gunnarshúsum sunnudaginn 8. desember kl. 13.30

Saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Benedikts og fylgdarliðs hans á öræfum uppi hefur fylgt þjóðinni í 80 ár. Aðventa er bók sem kemur inn á metsölulistana ár hvert í desember og er gefin út á nýjum tungumálum enn þann dag í dag. Nú nýverið kom bókin út í Frakklandi hjá Zulma forlaginu sem gefur meðal […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 5. desember

Hvað er betra á aðventunni en að koma og hlusta á rithöfunda lesa úr verkum sínum og gæða sér á léttum veitingum í einu fallegasta húsi landsins? Fimmtudagskvöldið 5. desember kl. 20.00 verður einmitt höfundakvöld í Gunnarshúsi, allir velkomnir, léttar veitingar í boði. Höfundarnir sem munu lesa úr verkum sínum eru Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Ragnheiður […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 4. desember

Verið velkomin á höfundakvöld í Gunnarshúsi miðvikudaginn 4. desember kl. 20:00. Þar munu þrír höfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum – Ásta Fanney Sigurðardóttir les úr ljóðabókinni Eilífðarnón, Kristín Eiríksdóttir úr ljóðabókinni Kærastinn er rjóður, og Andri Snær Magnason úr fræðibókinni Um tímann og vatnið. Léttar veigar í boði. Allir velkomnir.
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 3. desember

Anna Dóra Antonsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir, kynna nýútkomna matreiðslubók sína Uppskriftir stríðsáranna – matur úr íslenskum eldhúsum eftir stríð á höfundakvöldi í Gunnarshúsi þann 3. desember kl. 20.00. Hér er á ferðinni öðruvísi matreiðslubók með aðkomu fjögurra kvenna. Uppskriftirnar urðu kveikjan að samtali milli höfunda við leit að formi nýrrar matreiðslubókar. Höfundar árita bækur. Kaffi […]
Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna

Sunnudaginn 1. desember var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum, um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: Jón Viðar JónssonStjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 – 1965Útgefandi: Skrudda Ólína Kjerúlf ÞorvarðardóttirLífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósiÚtgefandi: Vaka-Helgafell Páll Baldvin […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 28. nóvember kl. 20:00

Hvað eiga fornaldargarðar, kafbátar og revíur sameiginlegt? Því er hægt að komast að á höfundakvöldi í Gunnarshúsi, fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20:00, en þá munu þrír höfundar, þau Una Margrét Jónsdóttir, Illugi Jökulsson og Árni Einarsson kynna nýútkomnar bækur sínar í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Þórarinn Eldjárn stýrir umræðum. Höfundar árita bækur. Kaffi og léttar veitingar. […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 27. nóvember kl. 20:00

Eftirtaldir höfundar lesa úr nýútkomnum verkum sínum og árita bækur miðvikudagskvöldið 27. nóvember kl 20:00. Fríða Ísberg les úr Leðurjakkaveður (Forlagið) Gunnhildur Þórðardóttir les úr Upphafið – Árstíðaljóð Ragna Sigurðardóttir les úr Vetrargulrætur (Forlagið) Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir les úr Jakobína, saga skálds og konu (Forlagið) Seinunn G. Helgadóttir les úr Sterkasta kona í heimi (Forlagið) […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi 13. nóvember – Ragnheiður Gestsdóttir

Höfundakvöld í Gunnarshúsi 12. nóvember

Næstkomandi þriðjudagskvöld 12. nóvember kl. 20:00 verður kynning í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, á nýrri bók um leikskáldið og ljóðskáldið Jóhann Sigurjónsson, en í haust eru liðin hundrað ár frá dauða skáldsins, sem þá var aðeins 39 ára. Bókin nefnist Úti regnið grætur og er höfundur Sveinn Einarsson, en Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út. […]
Auður Ava Ólafsdóttur hlýtur hin virtu frönsku verðlaun Prix Médicis étranger 2019 fyrir Ungfrú Ísland
