Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
14 verk eru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020 þar á meðal eru íslensku bækurnar Egill spámaður eftir Lani Yamamoto og Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur. Egill spámaður er einstaklega falleg og vel útfærð myndabók. Textinn er knappur og framvinda sögunnar fer að miklu leyti fram í myndunum sem hafa meira vægi í frásögninni án […]
Tími til að lesa
Ræktum lesandann og setjum fyrsta heimsmetið í lestri Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Lestur er sérstaklega mikilvægur fyrir börn, enda ræðst námsárangur barna að stórum hluta af lesskilningi sem eykst […]
Tilnefningar til íslensku hljóðbókaverðlaunanna 2020
Tuttugu bækur í fjórum flokkum voru tilnefndar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards 2020. Verðlaunin verða afhent í fyrsta sinn 22. apríl í Hörpu. Greint var frá tilnefningunni í dag í bókastofu Hótel Holts. Rithöfundar, leikarar og þýðendur hljóta verðlaun fyrir verk sín. Eliza Reid forsetafrú afhendir sérstök heiðursverðlaun. Verðlaunagripurinn er glerlistaverk eftir sænska listamanninn Ludvig Lofgren. […]
Laun í sóttkví og vegna tekjuskerðingar, tilkynning frá Skattinum
Vinsamlegast athugið að þeir höfundar sem hafa orðið að sæta sóttkví geta sótt um laun í sóttkví hjá Vinnumálastofnun og eins geta þeir höfundar sem hafa orðið fyrir tekjuskerðingu frá 15. mars sótt um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls. Tilkynning frá skattinum: Samþykkt hefur verið á Alþingi að greiða sjálfstætt starfandi einstaklingum launatap vegna þess að […]
Aðalfundi frestað!
Aðalfundi Rithöfundasambandsins sem vera átti 30. apríl n.k. er frestað til 28. maí. Dagsetningin verður endurskoðuð um miðjan maí.
Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar
Höfundar fimmtán barna- og unglingabóka voru tilnefndir til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar þann 9. mars, en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki barna- og ungmennabóka frumsaminna á íslensku, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýstra bóka. Athöfnin fór fram í Okinu, nýju rými fyrir ungmenni í Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Bækurnar fimmtán sem tilnefndar voru komu allar […]
Ferðastyrkir – opið fyrir umsóknir
Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Opið er fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er t.o.m. 1. apríl 2020.
Aðalfundur RSÍ 2020 – Framboðsfrestur
Aðalfundur RSÍ verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl 2020. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs er til 17. mars nk. Kjósa þarf formann, varaformann, einn meðstjórnanda og einn varamann, skv. 5. grein laga Rithöfundasambands Íslands. Skrifleg framboð til stjórnarkjörs berist skrifstofu RSÍ eigi síðar en kl. 14.00 þriðjudaginn 17. mars n.k
Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
13 norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020, þ.á m. Kláði eftir Fríðu Ísberg og Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson. Rithöfundasamband Íslands óskar tilnefndum höfundum til hamingju með tilnefningarnar! Tilkynnt verður um verðlaunahafann á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík í október og keppa eftirtalin fagurbókmenntaverk um hnossið. Danmörk YAHYA HASSAN 2. Höfundur Yahya […]
Nýju verkefni hleypt af stokkunum: Höfundaheimsóknir í framhaldsskóla
Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú hleypt af stokkunum verkefni sem ber heitið höfundaheimsóknir í framhaldsskóla, þar sem rithöfundar heimsækja skólana, hitta nemendur í kennslustund og ræða við þá um bækur sínar. Markmið verkefnisins er að hvetja nemendur til lestrar og auka skilning þeirra og áhuga á bókmenntum og starfi rithöfunda. Höfundaheimsóknirnar hefjast nú á vorönn, í fyrstu […]