Search
Close this search box.

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Höfundar fimmtán barna- og unglingabóka voru tilnefndir til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar þann 9. mars, en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki barna- og ungmennabóka frumsaminna á íslensku, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýstra bóka. Athöfnin fór fram í Okinu, nýju rými fyrir ungmenni í Borgarbókasafninu í Gerðubergi.

Bækurnar fimmtán sem tilnefndar voru komu allar út á liðnu ár og þykja bera af í barnabókaútgáfu. Við athöfnina í Gerðubergi flutti Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs, ávarp og dómnefnd kynnti tilnefndar bækur og rökstuðning fyrir valinu. Verðlaunin verða svo afhent hefðinni samkvæmt síðasta vetrardag í Höfða.

Eftirtaldir rithöfundar, myndhöfundar og þýðendur eru tilnefndir til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2020 fyrir eftirtaldar bækur.

Barnabækur frumsamdar á íslensku

  • Gunnar Helgason: Draumaþjófurinn. Mál og menning gaf út.
  • Margrét Tryggvadóttir: Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir. Iðunn gaf út.
  • Hildur Knútsdóttir Nornin. JPV gaf út.
  • Ragnhildur Hólmgeirsdóttir: Villueyjar. Björt gaf út.
  • Snæbjörn Arngrímsson: Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins. Vaka-Helgafell gaf út.

Myndlýsingar í barnabókum

  • Bergrún Íris Sævarsdóttir: Ró – fjölskyldubók um frið og ró. Töfraland gaf út.
  • Blær Guðmundsdóttir: Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsúrumsipp: systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum! Bókabeitan gaf út.
  • Jón Páll Halldórsson: Vargöld, 2. bók. Iðunn gaf út.
  • Lani Yamamoto: Egill spámaður. Angústúra gaf út.
  • Rán Flygenring: Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann. Angústúra gaf út.

Þýddar barnabækur

  • Illugi Jökulsson: Bók um tré eftir Piotr Socha og Wojciech Grajkowski. Sögur útgáfa gaf út.
  • Jón St. Kristánsson: Villinorn: Bækurnar Blóð Viridíönu og Hefnd Kímeru eftir Lene Kaaberbøl. Angústúra gaf út.
  • Silja Aðalsteinsdóttir: Snjósystirin eftir Maju Lunde. Mál og menning gaf út.
  • Þórarinn Eldjárn: Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson. Mál og menning gaf út.
  • Þórdís Gísladóttir: Múmínálfarnir: Minningar múmínpabba eftir Tove Jansson. Mál og menning gaf út.

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eiga sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu og er helsta markmið þeirra að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu fyrir unga lesendur svo og að hvetja þá til bóklesturs. Dómnefnd er skipuð Tinnu Ásgeirsdóttur formanni, Ásmundi Kristberg Örnólfssyni, Helgu Birgisdóttur, Karli Jóhanni Jónssyni og Valgerði Sigurðardóttur.

Rithöfundasamband Íslands óskar höfundum, myndhöfundum og þýðendum til hamingju með tilnefningarnar.

Nánari upplýsingar og rökstuðning dómnefndar má finna á vef Reykjavíkurborgar.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email