Search
Close this search box.

Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

14 verk eru tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020 þar á meðal eru íslensku bækurnar Egill spámaður eftir Lani Yamamoto og Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur.

Lani Yamamoto og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Ljósmyndir: Lani Yamamoto/Patricia Anna Þormar

Egill spámaður er einstaklega falleg og vel útfærð myndabók. Textinn er knappur og framvinda sögunnar fer að miklu leyti fram í myndunum sem hafa meira vægi í frásögninni án þess þó að segja of mikið. Litir og birta skipta miklu máli í myndunum eins og önnur hrynjandi náttúrunnar. Sagan er fámál, eins og aðalpersónan, en hún býr yfir heimspekilegri íhugun.

Villueyjar er fantasía sem segir frá Arildu, 14 ára stelpu í Norður-evrópska konungsdæminu Eylöndunum, og bróður hennar Maurice. Arilda er feimin en mjög tilfinningarík og greind stúlka. Systkinin eru munaðarlaus og búa hjá afa sínum á herragarði. Þau eru af bláfátækri aðalsætt. Á hverju hausti eru börnin send til eyjar þar sem aðeins eitt hús stendur, heimavistarskólinn þeirra. Af hverju er ekkert annað hús á eyjunni? Af hverju mega börnin ekki fara upp á heiðarnar og af hverju þagna allir þegar talað er um hina horfnu Koparborg?

Allar tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email