Search
Close this search box.

Sérstök úthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, umsóknarfrestur til 11. maí

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur veitt Miðstöð íslenskra bókmennta 38 milljóna viðbótarfé, samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Veittir verða styrkir sem styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði lista og menningar með áherslu á sköpun og virka þátttöku listamanna í menningarlífi landsmanna.

Umsóknareyðublöð eru hér.

Umsóknarfrestur er til 11. maí 2020.

Skilyrði fyrir styrkveitingu

• Verkefnið hefjist eigi síðar en 1. september 2020 og verði lokið fyrir 1. apríl 2021.

• Verkefnið uppfylli grunnmarkmið fjárfestingarátaksins um að styðja við eftirspurn og atvinnu til skamms tíma með arðbærum verkefnum.

• Sýnt sé fram á gildi verkefnis og mikilvægi þess fyrir landsmenn.

• Styrkveiting sé til undirbúnings, þróunar og framkvæmdar verkefnis.

• Ítarlegar upplýsingar liggi fyrir um verkefnið, auk kostnaðar- og tímaáætlunar þess.

• Ekki verða veittir styrkir til stofnana sem eru á fjárlögum ríkisins.

Mat á umsóknum og styrkir verða veittir á sama grundvelli og aðrir styrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Úthlutað verður fyrir 1. júní nk.

Upplýsingar á heimasíðu MÍB.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email