Search
Close this search box.

Vorvindar IBBY 2021

Íslandsdeild IBBY veitti þann 19. september sínar árlegu viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar, Vorvinda, við athöfn í Borgarbókasafninu Grófinni. Vorvindum er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu og því sem vel er gert innan barnamenningar. Að þessu sinni voru Vorvindahafarnir fjórir Arndís Þórarinsdóttir, […]

Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og heiðursfélagi RSÍ látin

Vil­borg Dag­bjarts­dótt­ir, skáld­kona og kenn­ari, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans, hinn 16. sept­em­ber síðastliðinn, 91 árs að aldri. Vil­borg fædd­ist á Vest­dals­eyri við Seyðis­fjörð 1930. Hún lauk kenn­ara­prófi frá KÍ 1952, stundaði leik­list­ar­nám 1951-53, nám í bóka­safns­fræði við HÍ 1983 og dvaldi í Skotlandi og Dan­mörku 1953-55. Vil­borg var kenn­ari við Landa­kots­skóla 1952-53 og kenn­ari við Aust­ur­bæj­ar­skóla 1955-2000 er hún […]

Álfrún Gunnlaugsdóttir heiðursfélagi látin

Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur lést í Reykjavík 15. september s.l. á 84. aldursári. Álfrún var fædd í Reykjavík 18. mars 1938. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958 og hélt síðan í bókmenntafræði- og heimspekinám til Katalóníu á Spáni. Hún lauk Lic. en fil. y en letras-prófi frá Universidad de Barcelona árið 1965 og Dr. […]

Orðstír 2021

Orðstír – heiðursverðlaun fyrir þýðendur íslenskra bókmennta á erlendar tungur, var veitt þann 10. september af forseta Íslands. Verðlaunahafarnir í ár eru Tina Flecken og Tone Myklebost. Þýðingar þessara tveggja mikilvirku kvenna hafa ratað til ótal lesenda á þýsku og norsku málsvæðunum, kynnt þá fyrir íslenskum bókmenntum og þar með opnað dýrmætar dyr milli landa […]

Ferðastyrkir – opið fyrir umsóknir

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið.  Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Hægt er að sækja um fyrir ferðum sem þegar hafa verið farnar ef […]

Bókmenntahátíð í Reykjavík 8.-11. september

Það er loksins komið að því! Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík verður sett miðvikudaginn 8. september með pompi og prakt og stendur til laugardagsins 11. september. Blásið verður til mikillar veislu í ár og verður sannkölluð og verðskulduð hátíð lesenda, höfunda, útgefenda og annars bókmenntafólks. Hátíðin hefur verið haldin að jafnaði annað hvert ár allt frá árinu 1985 […]

Halla Þórlaug Óskarsdóttir hlýtur Maístjörnuna 2020

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaun fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2020. Verðlaunin, sem bera heitið Maístjarnan, voru afhent í fimmta sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í dag 8. júní. Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2020 hlýtur Halla Þórlaug Óskarsdóttir fyrir bókina Þagnarbindindi Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir: Þagnarbindindi er […]

Ályktun aðalfundar Rithöfundasambands Íslands 27. maí 2021 um aðför Samherja að fréttaflutningi, málfrelsi og stéttabaráttu.

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands fordæmir þá ljótu aðför að mál- og tjáningarfrelsi sem og æru rithöfunda og fréttafólks sem opinberast hefur síðustu daga í fréttum af Samherja og þeim vinnubrögðum sem þar eru stunduð. Það er með öllu ólíðandi að stundaðar séu ofsóknir, njósnir og skæruhernaður gegn fréttamönnum, rithöfundum og öðrum sem taka þátt í opinberri […]

Skýrsla formanns á aðalfundi 27. maí 2021

Kæru félagar Af ýmsum ástæðum, en þó aðallega einni, er vonum styttra síðan við hittumst síðast á aðalfundi, en hann fór fram 24. september á síðasta ári. Ekki ætla ég að kvarta yfir því, enda þykir mér yfirleitt mikið ánægjuefni þegar rithöfundar koma saman og ráða ráðum sínum. En fyrir vikið verður skýrsla formanns ef […]

Sigrún Pálsdóttir hlýtur EUPL-verðlaunin 2021

Tilkynnt var um þá 13 verðlaunahafa sem hljóta Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2021 við rafræna athöfn í dag. Sigrún Pálsdóttir hlýtur verðlaunin fyrir bók sína Delluferðin (2019), útgefandi JPV. Í rökstuðningi dómnefndar segir: Delluferðin er skrifuð af listfengi höfundar sem hefur náð gríðarlegu valdi á bæði formi og stíl. Hér er sögð saga stúlkunnar Sigurlínu Brandsdóttur sem […]