Search
Close this search box.

Aðalfundur RSÍ 2022

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands var haldinn í Gunnarshúsi þann 28. apríl 2022 sl.

Á fundinum var Karl Ágúst Úlfsson endurkjörinn formaður RSÍ og Margrét Tryggvadóttir var kjörin varaformaður. Jón Gnarr var endurkjörinn meðstjórnandi og Sigríður Hagalín Björnsdóttir kom ný í stjórn í sæti varamanns. Auk þeirra sitja áfram í stjórn Sindri Freysson meðstjórnandi og Ragnar Jónasson varamaður sem nú tekur sæti meðstjórnanda í stað Margrétar Tryggvadóttur. Vilborg Davíðsdóttir og Börkur Gunnarsson viku úr stjórn og formaður þakkaði þeim þeirra störf.

Skýrslu formanns má lesa hér.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email