Rithöfundurinn og þýðandinn Sigurður Pálsson verður fyrstur til að gegna starfi við hugvísindasvið Háskóla Íslands sem kennt er við Jónas Hallgrímsson, eitt ástsælasta ljóðskáld Íslendinga. Starfið er ætlað rithöfundum til að vinna með ritlistarnemum í eitt eða tvö misseri í senn. Tilgangurinn með stöðunni er að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar og að efla ritlistarnám við Háskóla Íslands.