Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Hlín Agnarsdóttir tekur við starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist

Hlínhlin-agnarsdottir Agnarsdóttir mun gegna starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands veturinn 2016–17. Hlín kennir ritsmiðjur í leikritun í meistaranáminu í ritlist og í ritfærni í grunnnámi.

Árið 2015 stofnaði Hugvísindasvið Háskóla Íslands til starfs sem kennt er við Jónas Hallgrímsson og er starfið ætlað rithöfundum sem taka að sér að vinna með nemum í ritlist eitt eða tvö misseri í senn. Fyrstur til að gegna starfinu var Sigurður Pálsson og þar á eftir Vilborg Davíðsdóttir.

Sjá frétt á heimasíðu Háskóla Íslands.


Vilborg Davíðsdóttir tekur við starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist

Gudmundur Halfdanarson-Vilborg Davidsdottir-starf jonasar 2016Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur mun gegna starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist á yfirstandandi vormisseri og vinna með ritlistarnemum að ritun sögulegra skáldverka. Árið 2015 stofnaði Hugvísindasvið Háskóla Íslands til starfs sem kennt er við Jónas Hallgrímsson og er starfið ætlað rithöfundum sem taka að sér að vinna með nemum í ritlist eitt eða tvö misseri í senn. Fyrstur til að gegna starfinu var Sigurður Pálsson skáld. Á myndinni má sjá Vilborgu Davíðsdóttur og Guðmund Hálfdanarson, forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, undirrita samning um starf Jónasar Hallgrímssonar í ritlist.

 


Starf kennt við Jónas Hallgrímsson

SigurdurPalssonRit­höf­und­ur­inn og þýðand­inn Sig­urður Páls­son verður fyrst­ur til að gegna starfi við hug­vís­inda­svið Há­skóla Íslands sem kennt er við Jón­as Hall­gríms­son, eitt ást­sæl­asta ljóðskáld Íslend­inga. Starfið er ætlað rit­höf­und­um til að vinna með rit­list­ar­nem­um í eitt eða tvö miss­eri í senn. Til­gang­ur­inn með stöðunni er að heiðra minn­ingu Jónas­ar Hall­gríms­son­ar og að efla rit­list­ar­nám við Há­skóla Íslands.