Search
Close this search box.

Opið fyrir umsóknir – La Rochelle 2024

Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í dvalarsetrinu Centre Intermondes í La Rochelle, Frakklandi í maí 2024. Umsóknir skulu vera á ensku. Lágmarksdvalartími er þrjár vikur. Innifalið í styrknum er dvöl, ferðastyrkur til og frá Íslandi og dagpeningar. Höfundur tekur þátt í einni vinnustofu og heldur eitt erindi meðan á dvölinni stendur. Opið er fyrir umsóknir […]

Rán Flygenring hlýtur barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs

Rán Flygenring hlaut í gær barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndabókina Eldgos sem gefin var út 2022. Útgefandi er Angústúra. Alls voru 14 norrænar myndabækur, barnabækur og unglingabækur tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Verðlaunin voru veitt í Norska óperu- og balletthúsinu í Ósló og hlýtur Rán verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar […]

Birna Stefánsdóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Birna Stefánsdóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið Örverpi, sem er hennar fyrsta ljóðabók. Benedikt útgáfa gefur út. Alls bárust 77 óbirt ljóðahandrit í keppnina í ár en handrit eru send inn undir dulnefni. Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum sem hafa verið veitt frá árinu 1994 en árið 2004 var tekin upp sú […]