Nýir heiðursfélagar RSÍ
Á aðalfundi þann 28. apríl sl. voru kjörnir tveir nýir heiðursfélagar RSÍ, Vigdís Grímsdóttir og Ólafur Haukur Símonarson. Vigdís Grímsdóttir gaf út fyrsta skáldverk sitt 1983, smásagnasafnið Tíu myndir úr lífi þínu, sögur um þykjustuleiki og alvörudrauma, sem strax vakti verðskuldaða athygli. Íslenskum bókmenntaunnendum varð það þegar ljóst að hér hljómaði fersk rödd sem vonandi […]
Aðalfundur RSÍ 2022
Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands var haldinn í Gunnarshúsi þann 28. apríl 2022 sl. Á fundinum var Karl Ágúst Úlfsson endurkjörinn formaður RSÍ og Margrét Tryggvadóttir var kjörin varaformaður. Jón Gnarr var endurkjörinn meðstjórnandi og Sigríður Hagalín Björnsdóttir kom ný í stjórn í sæti varamanns. Auk þeirra sitja áfram í stjórn Sindri Freysson meðstjórnandi og Ragnar Jónasson varamaður […]
Skýrsla formanns frá aðalfundi 2022
Kæru félagar! Enn eitt árið. Enn einn aðalfundurinn. Og oft finnst manni lítið hafa gerst sem í frásögu sé færandi. Það er þó ekki sú tilfinning sem bærist í brjósti mér nú þegar ég stíg í pontu í fjórða sinn sem formaður RSÍ. Heimsfaraldurinn hafði býsna mikil og víðtæk áhrif á starfsemi Rithöfundasambandins, rétt eins […]