Search
Close this search box.

Aðventa lesin í Gunnarshúsum sunnudaginn 8. desember kl. 13.30

Saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Benedikts og fylgdarliðs hans á öræfum uppi hefur fylgt þjóðinni í 80 ár. Aðventa er bók sem kemur inn á metsölulistana ár hvert í desember og er gefin út á nýjum tungumálum enn þann dag í dag. Nú nýverið kom bókin út í Frakklandi hjá Zulma forlaginu sem gefur meðal […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi 5. desember

Hvað er betra á aðventunni en að koma og hlusta á rithöfunda lesa úr verkum sínum og gæða sér á léttum veitingum í einu fallegasta húsi landsins? Fimmtudagskvöldið 5. desember kl. 20.00 verður einmitt höfundakvöld í Gunnarshúsi, allir velkomnir, léttar veitingar í boði. Höfundarnir sem munu lesa úr verkum sínum eru Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Ragnheiður […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi 4. desember

Verið velkomin á höfundakvöld í Gunnarshúsi miðvikudaginn 4. desember kl. 20:00. Þar munu þrír höfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum – Ásta Fanney Sigurðardóttir les úr ljóðabókinni Eilífðarnón, Kristín Eiríksdóttir úr ljóðabókinni Kærastinn er rjóður, og Andri Snær Magnason úr fræðibókinni Um tímann og vatnið. Léttar veigar í boði. Allir velkomnir.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi 3. desember

Anna Dóra Antonsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir, kynna nýútkomna  matreiðslubók sína Uppskriftir stríðsáranna – matur úr íslenskum eldhúsum eftir stríð á höfundakvöldi í Gunnarshúsi þann 3. desember kl. 20.00. Hér er á ferðinni öðruvísi matreiðslubók með aðkomu fjögurra kvenna. Uppskriftirnar urðu kveikjan að samtali milli höfunda við leit að formi nýrrar matreiðslubókar. Höfundar árita bækur. Kaffi […]

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna

Sunnudaginn 1. desember var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum, um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: Jón Viðar JónssonStjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 – 1965Útgefandi: Skrudda Ólína Kjerúlf ÞorvarðardóttirLífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósiÚtgefandi: Vaka-Helgafell Páll Baldvin […]