Search
Close this search box.

Aðventa lesin í Gunnarshúsum og víðar

Saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum, verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri 9. desember, annan sunnudag í aðventu. Hjá Rithöfundasambandi Íslands í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 les Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur, og hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri les Halldóra Malin Pétursdóttir leikkona. Lesturinn hefst á báðum […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi 6. desember

Eygló Jónsdóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Lárus Jón Guðmundsson og Bryndís Björgvinsdóttir  kynna nýútkomnar bækur sínar á höfundakvöldi í Gunnarshúsi fimmtudaginn 6. desember. Bækurnar: Ljóðabókina Áttun eftir Eygló fjallar um ferðalög, bæði bókstafleg og huglæg. Bókin varð til á ferðalagi og í henni leyfir höfundur sér að kanna ókunnugt landslag og nýjar víddir í sjálfum sér. Ljóðabókin Í huganum ráðgeri […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi miðvikudaginn 5. desember kl. 20.00

Höfundakvöld í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, miðvikudagskvöldið 5. desember kl. 20.00 Þrír höfundar leiða saman bækur sínar og úr verður fallegt eyrnakonfekt! (Og reyndar verður líka hægt að nasla á heimagerðum kræsingum frá Lilju Katrínu!) Bergrún Íris Sævarsdóttir mun kynna Langelstur í bekknum: Leynifélagið; og Næturdýrin. Barnabókin Langelstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur segir frá […]

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

  Í flokki fagurbókmennta eru tilnefndar: Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson, Sálumessa eftir Gerði Kristnýju, Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason, Haustaugu eftir Hannes Pétursson. Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis eru tilnefndar: Þjáningarfrelsið. Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og […]